Erlent

Funda um mögulega lausn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, fundar nú með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í þeirri von að finna lausn á deilunum.
Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, fundar nú með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í þeirri von að finna lausn á deilunum. nordicphotos/getty
Mótmælendur í Úkraínu þurftu að hverfa á braut fyrir utan dómsmálaráðuneytið eftir að dómsmálaráðherra hafði hótaði að setja neyðarlög í landinu.

Janúkóvitsj, forseti Úkraínu, fundar nú með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í þeirri von að finna lausn á deilunum sem hafa staðið yfir undanfarnar vikur í landinu.

Mótmælendurnir hafa staðið fyrir utan dómsmálaráðuneytið og mótmælt af mikilli ákefð. Það var síðan ákveðið að yfirgefa staðinn svo möguleiki væri á sáttum milli stjórnarandstæðinga og Janúkóvitsj.

Um helgina hafnaði leiðtogi mótmæenda, Areseniy Yatsenyuk, tilboði Janúkóvitsj forseta að hann verði forsætisráðherra og sagði kosningar einu leiðina til að lægja öldurnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×