Erlent

Sítrónusneiðar í drykkjum geta verið fullar af gerlum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fram kom að í 70% sítrónusneiða var mikill vöxtur gerla.
Fram kom að í 70% sítrónusneiða var mikill vöxtur gerla.
Sítrónusneið getur innihaldið töluvert af gerlum. Fram kemur í rannsókn, sem birt var í tímaritinu Journal of Environment Health, að gerlar hafi fundist í 76 sítrónusneiðum sem bornar voru fram með drykkjum á 21 veitingahúsi.

Fram kom að í 70% þeirra var mikill vöxtur gerla. Sagt er frá þessu á vef Huffington Post.

Rannsóknin fór þannig fram að sýni voru tekinn úr drykkjum, sem bornir voru fram með sítrónum, um leið og þeir voru afhentir viðskiptavinunum.

Philip Tierno, prófessor í örverufræði, hefur framkvæmd fjöldann allan að samskonar rannsóknum og komst hann meðal annars að því að í 50% sítrónum má finna sýkla af mannavöldum.

Síðar kom  í ljós að starfsmenn handléku oft á tíðum sítrónurnar með berum höndum.

Smithættan er því gríðarleg með sítrónusneiðum en barþjónar og starfsfólk veitingahúsa handleika oft á tíðum ávöxtinn með berum höndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×