Fótbolti

Stefán Gísla ætlar að finna sér lið á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason. Vísir/NordicPhotos/Getty
Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason hefur gert stafslokssamning við belgíska félagið Oud-Heverlee Leuven en þetta var tilkynnt á vef félagsins í dag. Stefán ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax og ætlar að reyna að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu.

Stefán Gíslason, sem er 34 ára gamall miðjumaður, hefur verið óheppin með meiðsli síðan síðasta vor og það átti þátt í því að hann ákvað að hætta í atvinnumennskunni en það kemur fram í viðtali við hann á vefsíðunni fótbolti.net.

„Það eru lið á Íslandi sem hafa heyrt í mér og fengið að fylgjast með hvernig málin standa hjá mér. Ég hef heyrt í nokkrum liðum heima og líka í liðum frá Skandinavíu. En ég kem að öllum líkindum heim á næstunni og þá alkominn. Planið er að skoða hvort ég geti ekki spilað á Íslandi," sagði Stefán Gíslason í samtali við vefsíðuna fótbolta.net.

Stefán spilaði síðast á Íslandi þegar hann lék með Keflavík 2003-2004. Hann hefur síðan þá spilað í Noregi, Danmörku og nú síðast Belgíu þar sem hann hefur verið hjá Oud-Heverlee Leuven frá 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×