Erlent

Viðbúnaður vegna jarðarfarar Sharons

Jakob Bjarnar skrifar
Varðliðar í Knesset með kistu Sharons í gær.
Varðliðar í Knesset með kistu Sharons í gær.
Mikil öryggisgæsla verður þegar minningarathöfn um Ariel Sharon fer fram sem og við jarðarförina.

Sharon, fyrrum forsætisráðherra Ísrael, var umdeildur maður en hann dó á laugardag eftir að hafa legið í dái í átta ár.

Fulltrúar fleiri en tuttugu ríkja verða viðstaddir athöfnina sem fer fyrst fram í Jerúsalem og þá í námunda við Gaza-svæðið. Meðal þeirra er Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna.

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisráðsfundi að Ariel Sharon hefði fyrst og fremst verið stríðsmaður og einn fremsti hershöfðingi sem Ísraelsmenn hafa eignast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×