Erlent

Kosið um nýja stjórnarskrá í Egyptalandi

Egypskur hermaður stendur vörð fyrir framan kjörstað í Kaíró.
Egypskur hermaður stendur vörð fyrir framan kjörstað í Kaíró. vísir/AP
Gríðarlegur viðbúnaður er í stærstu borgum Egyptalands í dag þar sem verið er að kjósa um nýja stjórnarskrá. Herinn í landinu, sem öllu ræður, leggur mikla áherslu á að skráin verði samþykkt en hún kæmi í stað þeirrar stjórnarskrár sem Mohammed Morsi fyrrverandi forseti fékk samþykkta á meðan hann var enn í embætti.

Flokkur Morsis, Múslimska bræðralagið, hefur heinsvegar hvatt fólk til að sitja heima. Fréttastofa BBC segir að herinn hafi lagt mikið í kosningabaráttuna og að stuðningsplaköt hangi víða uppi. Minna fari hinsvegar fyrir þeim sem vilja fella hina nýju skrá, og hafa borist fregnir af því að herinn handtaki menn sem reyni að tala gegn breytingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×