Enski boltinn

Bendtner kom Arsenal til bjargar gegn Cardiff

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eftir 89 mínútna leit tókst Dananum Nicklas Bendtner loks að finna leiðina í net Cardiff og leggja grunninn að 2-0 sigri Arsenal á Walesverjunum.

Arsenal hafði mikla yfirburði í leiknum á Emirates-leikvanginum en gekk erfiðlega að finna leiðina framhjá David Marshall í marki gestanna. Aron Einar Gunnarsson hóf leikinn á bekknum en kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.

Úrslitin réðust á síðustu fimm mínútum leiksins. Fyrst fylgdi Bendtner eftir hörkuskalla Bacary Sagna sem var varinn af Marshall. Í viðbótartíma þræddi Jack Wilshere boltann inn á Theo Walcott sem lyfti boltanum snyrtilega yfir markvörðinn og í markið.

Cardiff fékk sitt besta færi í viðbótartíma en Wojciech Szczesny varði með tilþrifum frá Steve Caulker af stuttu færi. Arsenal fer í toppsætið á nýjan leik með sigrinum. Liðið hefur 45 stig en Cardiff er í bullandi basli með 18 stig í 17. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×