Erlent

Bill de Blasio nýr borgarstjóri New York

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Blasio ásamt fjölskyldunni sinni við athöfnina.
Blasio ásamt fjölskyldunni sinni við athöfnina. mynd/AFP
Bill de Blasio sór í gær embættiseið sem borgarstjóri New York. Hann tekur við embættinu af Michael Bloomberg. New York Times segir frá.

Blasio er númer 109 í röð borgarstjóra New York borgar. Hann er fyrsti demókratinn til þess að stjórna borginni tvo áratugi.

Hjónin Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjana og Hillary Clinton fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru viðstödd. Bill sór Blasio í embættið.
Blasio er 52 ára, hann er fæddur í New York árið 1961. Meðal þess sem hann hefur lofað er að hækka skatta á þá ríkustu.

„Við þurfum að taka á efnahagslegu og félagslegu misrétti sem hefur ríkt í borginni sem við elskum,“ sagði hann við athöfnina í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×