Erlent

80 svipuhögg fyrir að saka konu um framhjáhald á Twitter

Samúel Karl Ólason skrifar
Söngkonan Shams Al-Aslami var ranglega sökuð um framhjáhald af aðdáenda annarar söngkonu.
Söngkonan Shams Al-Aslami var ranglega sökuð um framhjáhald af aðdáenda annarar söngkonu. Mynd/AFP
Maður í Sádi-Arabíu hefur verið dæmdur í fangelsi í þrjá mánuði og til að þola 80 svipuhögg. Dóminn hlaut hann fyrir að saka söngkonu frá Kúveit um framhjáhald á Twitter og að birta falsaðar myndir af henni.

Frá þessu er sagt á vef DailyMail.

Dómurinn er byggður á Sharia lögum sem segja að hver sem saki aðra um framhjáhald án sönnunar skuli sæta svipuhöggum. Maðurinn er aðdáandi söngkonunnar Queen Ahlam, sem er önnur poppstjarna  við persaflóa.

Auk þess að saka Shams um framhjáhald, birti maðurinn falsaðar myndir af henni í óviðeigandi aðstæðum, eins og það er orðað af DailyMail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×