Erlent

Kerry segir hermenn ekki verða senda til Írak

Elimar Hauksson skrifar
Kerry sagði í Jerúsalem að Bandaríkin myndu ekki senda hermenn aftur til Írak.
Kerry sagði í Jerúsalem að Bandaríkin myndu ekki senda hermenn aftur til Írak. mynd/afp
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, sagði í gær að hann væri sannfærður um að Íraksstjórn nái að berja niður skæruliða tengda Al-Kaída í Fallujah en stjórnvöld hafa ekki lengur stjórn yfir borginni.

Kerry ferðast nú um mið austurlöndin til að reyna að koma á frið milli Ísralsmanna og Palestínumanna en ummælin lét hann falla þegar hann yfirgaf Jerúsalem í gær. Á vef fréttaveitunnar BBC kemur fram að Kerry hafi jafnframt sagt að þrátt fyrir að Bandaríkin styðji Íraksstjórn, þá muni herlið ekki verða sent til landsins.

Hann bætti því við að þrátt fyrir stuðning Bandaríkjanna þá væri bardaginn Íraksstjórnar. Fallujah er vestan við höfuðborgina Baghdad og hefur borgin mikilvægt hernaðarlegt gildi. Írak rambar nú á barmi borgarastyrjaldar samkvæmt upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu upp í síðustu viku hafa tæplega 8000 óbreyttir borgarar og 1000 meðlimir öryggissveita fallið í átökum þar í landi á árinu 2013.

Herlið Bandaríkjamanna dró sig frá Írak árið 2011 eftir að hafa verið í landinu frá 2003 þegar Bandríkin leiddu innrásarlið inn í landið til að koma harðstjóranum Saddam Hussein frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×