Erlent

Mannfall í hrinu sprenginga í Baghdad

Elimar Hauksson skrifar
mynd/afp
Að minnsta kosti 15 féllu í hrinu sprenginga í Baghdad í morgun þegar þrjár bílasprengjur og önnur sprengja í vegkanti sprungu. Fréttaveita AFP greinir frá því að sprengjurnar hafi verið á þremur mismunandi stöðum í borginni og að meira en 40 manns hafi særst í sprengingunum.

Höfuðborgin, Baghdad, er í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Fallujah þar sem uppreisnarmenn hafa nú yfirhöndina. Írakskar öryggissveitir eru nú að skipuleggja áhlaup í Fallujah til að ná henni aftur á sitt band.  

Mannfall í Írak er orðið gríðarmikið og þarf að leita aftur til ársins 2008 til að sjá sambærilegar tölur um mannfall. Vísir greindi frá því í morgun að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, hefði tjáð stjórnvöldum í Írak að Bandaríkjamenn myndu ekki senda hermenn aftur inn í landið, þrátt fyrir að Bandaríkin styðji íröksk stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×