Erlent

Fjöldi fólks féll í hrinu sprengjuárása í Bagdad

Samúel Karl Ólason skrifar
Vígamenn ISIL vakta borgina Fallujah eftir bardaga við öryggissveitir.
Vígamenn ISIL vakta borgina Fallujah eftir bardaga við öryggissveitir. Mynd/AP
Hrina sprengjuárása var gerð í  Bagdad, höfuðborg Íraks í dag og féllu að minnsta kosti 20 manns. Mannskæðasta árásin var gerð á veitingastað og tehús, þar sem tvær bílasprengjur voru sprengdar samtímis. Embættismenn í Bagdad segja tíu hafa fallið og 26 slasast í árásinni.

Öryggissveitir Íraks sitja nú um borgirnar Fallujah og Ramadi, þar sem vígamenn frá samtökunum ISIL ráða lofum og lögum. Hershöfðinginn Rasheed Fleih segir það muni taka tvo til þrjá daga að ná borgunum að fullu aftur á vald stjórnvalda.

ISIL eru einnig ein stærstu samtök byltingarmanna í Sýrlandi. Þar hafa samtökin hafa sett á ströng íslömsk lög á þau svæði sem stjórnað er af samtökunum og ræna og myrða alla þá sem tala gegn stjórn ISIL.

Samtökin hafa lýstu í gær einnig yfir ábyrgð á nýlegri sjálfsmorðsárás á hverfi sjíta múslíma í Líbanon.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að Bandaríkin myndu styðja aðgerðir gegn Al-Kaída, án þess að senda hermenn til Írak. Hann sagði Bandaríkin vera áhyggjufull yfir bardögunum, en ríkið sendi nýlega flugskeyti til Írak sem eru mikið notuð gegn vígamönnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×