Erlent

Útigangsmenn í Amsterdam tína rusl fyrir bjór

MYND/GETTY
Borgaryfirvöld í Amsterdam hafa sett af stað verkefni sem vakið hefur athygli víða en í því felst að útigangsmenn borgarinnar tína rusl af götum og í almenningsgörðum á ákveðnu svæði og fá greitt fyrir vinnuna í bjór og heitum máltíðum.

Þeir sinna ruslatínslunni frá klukkan níu á morgnanna og fram til klukkan þrjú en fá heitan mat og bjór í hádeginu og að loknu dagsverkil. Átakið hefur nú staðið í tólf mánuði og í umfjöllun BBC segir að borgarbúar séu afar ánægðir með þróunina.

Þá segir lögreglan að líkamsárásum og ránum á svæðinu sem verkefnið tekur til hafi fækkað umtalsvert á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×