Erlent

Átta ára stúlka reyndi að sprengja sig upp í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi sprengjuárásar í Afganistan á laugardaginn. Myndin tengist fréttinni ekki beint
Frá vettvangi sprengjuárásar í Afganistan á laugardaginn. Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd/AP
Átta ára afgönsk stúlka er í haldi lögreglu eftir að hún reyndi að fremja sjálfmorðsárás í suður Afganistan. Þetta kemur fram á vef BBC

Stúlkan, sem talin er vera systir háttsetts meðlim Al-Kaída, reyndi að sprengja sig upp landamærastöð í suður Afganistan, þar sem lögreglumaður á stöðinni sá stúlkuna og sprengivesti hennar. Svo virðist sem að stúlkan hafi ekki kunnað að sprengja vestið eða hafi verið handsömuð áður en henni tókst það, samkvæmt fréttaritara BBC.

Yfirvöld í Helmand héraði, þar sem stúlkan var handsömuð, segja hana vera mjög ringlaða og í áfalli. Hún hefur verið færð til borgarinnar Lashkar Gah, höfuðborgar héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×