Erlent

Kuldaboli færir sig austur á bóginn í Bandaríkjunum

Þessi trukkur rann út af hraðbraut í Illinois í gær.
Þessi trukkur rann út af hraðbraut í Illinois í gær. MYND/AP
Kuldakastið í Bandaríkjunum færist nú austar í landið og von er á kuldatölum í nokkrum ríkjum sem ekki hafa sést þar um slóðir í marga áratugi. Frá Montana til Marylands-ríkis hafa íbúar verið varaðir við að vera úti við vegna kuldanna.

Enn er afar kalt norðantil og hinu megin við landamærin, í Ontario í Kanada mælist frostið nú fjörutíu gráður, að teknu tilliti til vindkælingar.

Þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðursins síðan um helgina og ríkisstjórinn í New York lýsti því yfir í gærkvöldi að í dag yrðu hlutar af hraðbrautakerfi ríkisins einnig lokaðir en í New York er búist við allt að tuttugu og sex stiga frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×