Blaðamaður DV tjáir sig: Hvetur ráðherra til að líta sér nær við ásakanir um pólitíska leiki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2014 17:13 Hanna Birna hvatti að sögn Reynis Traustasonar til þess að Jóhann Páll yrði rekinn úr starfi sínu sem blaðamaður á DV vegna umfjöllunar hans um lekamálið. Mynd/Vísir Jóhann Páll Jóhannsson, sá blaðamaður DV sem hefur fjallað hvað mest um lekamálið svokallaða, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook vegna þeirra frétta að innanríkisráðherra hafi krafist þess að blaðamenn sem fjölluðu um lekamálið yrðu reknir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ræddi fréttaflutning DV í Sprengisandi í morgun. Hún telur hann hafa verið einhliða og blaðamenn miðilsins hafi gengið fram með fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Jóhann Páll segir Reyni Traustason, ristjóra DV, hafa komið að máli við sig seint á síðasta ári vegna símtals sem Reynir hafði fengið frá Hönnu Birnu. Hafði innanríkisráðherra að sögn Reynis úthúðað Jóhanni og Jóni Bjarka Magnússyni, öðrum blaðamanni DV sem einnig hafði fjallað mikið um málið, og „gefið í skyn að við ættum við vandamál að stríða,“ segir Jóhann í færslunni. „Það væri best fyrir alla að við hættum að starfa á blaðinu.“ Segist hann jafnframt hafa virt það við Hönnu Birnu að samtalið hafi verið í trúnaði milli hennar og ritstjórans. Þar til innanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, hafi kosið að segja frá samtölum sínum við Reyni. „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum,“ útskýrir Jóhann. Hann segir Reyni þó ekki hafa tekið það í mál og blaðamanninum þykir ekki boðlegt að valdamenn hegði sér svona gagnvart fjölmiðlum. „Innanríkisráðherra ætti að líta sér nær áður en hún sakar aðra um pólitíska leiki,“ eru lokaorð færslunnar. DV hefur alveg síðan fréttir voru fyrst fluttar af málinu staðið við fréttaflutning sinn. Hanna Birna kveðst aftur á móti ekkert hafa gert rangt í málinu. Færsluna má sjá hér að neðan í fullri lengd: Post by Jóhann Páll Jóhannsson. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson, sá blaðamaður DV sem hefur fjallað hvað mest um lekamálið svokallaða, hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook vegna þeirra frétta að innanríkisráðherra hafi krafist þess að blaðamenn sem fjölluðu um lekamálið yrðu reknir. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ræddi fréttaflutning DV í Sprengisandi í morgun. Hún telur hann hafa verið einhliða og blaðamenn miðilsins hafi gengið fram með fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Jóhann Páll segir Reyni Traustason, ristjóra DV, hafa komið að máli við sig seint á síðasta ári vegna símtals sem Reynir hafði fengið frá Hönnu Birnu. Hafði innanríkisráðherra að sögn Reynis úthúðað Jóhanni og Jóni Bjarka Magnússyni, öðrum blaðamanni DV sem einnig hafði fjallað mikið um málið, og „gefið í skyn að við ættum við vandamál að stríða,“ segir Jóhann í færslunni. „Það væri best fyrir alla að við hættum að starfa á blaðinu.“ Segist hann jafnframt hafa virt það við Hönnu Birnu að samtalið hafi verið í trúnaði milli hennar og ritstjórans. Þar til innanríkisráðherrann og aðstoðarmaður hennar, Þórey Vilhjálmsdóttir, hafi kosið að segja frá samtölum sínum við Reyni. „Það sem okkur fannst einna ósmekklegast var að Hanna Birna reyndi að höfða til Reynis á þeim forsendum að ríkt hefði gagnkvæmur vinskapur á milli þeirra tveggja. Þannig ætlaðist hún til þess að hann tæki þátt í einhverju plotti til að forða henni frá pólitískum óþægindum,“ útskýrir Jóhann. Hann segir Reyni þó ekki hafa tekið það í mál og blaðamanninum þykir ekki boðlegt að valdamenn hegði sér svona gagnvart fjölmiðlum. „Innanríkisráðherra ætti að líta sér nær áður en hún sakar aðra um pólitíska leiki,“ eru lokaorð færslunnar. DV hefur alveg síðan fréttir voru fyrst fluttar af málinu staðið við fréttaflutning sinn. Hanna Birna kveðst aftur á móti ekkert hafa gert rangt í málinu. Færsluna má sjá hér að neðan í fullri lengd: Post by Jóhann Páll Jóhannsson.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22 Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24 Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30 Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48 „Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15 Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Innanríkisráðherra segir fréttaflutning miðilsins af lekamálinu ósanngjarnan og meiðandi. 3. ágúst 2014 12:22
Reynir segir ráðherra hafa farið fram á að blaðamenn yrðu reknir „Ég mun standa með þessum strákum fram í rauðan dauðann,“ segir ritstjóri DV. 3. ágúst 2014 14:24
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Stefán: „Mér þykir ekkert óþægilegt að tala við ráðherra“ Fráfarandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu gerir engar athugasemdir við frásögn innanríkisráðherra af samskiptum þeirra tveggja. 2. ágúst 2014 08:30
Hanna Birna í Sprengisandi: Hvaða hag ætti ég að hafa af þessu máli? Innanríkisráðherra segist ekki hafa nokkura hugmynd um hver lak skjali úr ráðuneytinu. Það sé ekki óeðlilegt að aðstoðarmaður hennar hafi verið í samskiptum við fjölmiðla áður en fréttir birtust um Tony Omos. 3. ágúst 2014 11:48
„Ég hef aldrei íhugað að segja af mér“ Hanna Birna Kristjánsdóttir í ítalegu viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. 2. ágúst 2014 16:15
Hefur íhugað að hætta í stjórnmálum vegna lekamálsins Lekamálið er ljótur pólitískur leikur að mati Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. 2. ágúst 2014 19:00