Hanna Birna um DV: Ég held að þeir trúi þessu Bjarki Ármannsson skrifar 3. ágúst 2014 12:22 Hanna Birna hefur áður gagnrýnt Reyni Traustason fyrir fréttaflutning DV af lekamálinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að umræðan um lekamálið hafi verið mjög einhliða. Hún gagnrýnir fréttaflutning DV af málinu, sem hún segir engan fót fyrir. „Ég á að hafa hótað þingmönnum. Ég á að hafa haft afskipti af ráðningum hjá lögreglunni. Ég á að hafa hótað Rauða Krossinum. Ég á að hafa strokið út af þingi til að forðast fyrirspurnir. Ég á að hafa skammað starfsfólk. Ég veit ekki hvað ég á ekki að hafa gert,“ segir Hanna Birna. Hún nefnir það að Reynir Traustason, ritstjóri DV, hafi sagt ætla „í“ Hönnu Birnu og aðstoðarmenn hennar og að annar þeirra hafi ákveðið að höfða mál gegn blaðinu. Greint var frá því á sínum tíma að bæði Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, og Reynir sökuðu hvort annað um að hafa hringt ógeðfelld símtöl vegna málsins. „Ég held að einhversstaðar uppi á ritstjórn DV, þá trúi þeir þessu,“ segir Hanna Birna. „Þeir trúi því að ég hafi sest niður og sagt, nú ætla ég einhvern veginn að skipuleggja einhverja atburðarás í kringum þennan hælisleitanda.“ Hún segir fréttamenn blaðsins hafa dæmt í málinu fyrir löngu síðan og unnið út frá því. „Það er bara eitthvað sem blaðið verður að eiga við sig,“ segir hún. „Ég veit ekki hvað þeim gengur til, annað en að þeir telji sig vera að varpa einhverju ljósi á mál. En mér finnst þeir gera það með afar ósanngjörnum hætti. Og ómálefnalegum hætti og meiðandi hætti.“ Þetta og meira má heyra í seinni hluta viðtals Sigurjóns M. Egilsonar við Hönnu Birnu í spilaranum hér fyrir ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54 Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23 Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28 Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48 Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Innanríkisráðherra hefur svarað bréfi umboðsmanns. Segist ráðherrann hafa átt fjóra "almenna" fundi með lögreglustjóranum um rannsókn lekamálsins svokallaða. 1. ágúst 2014 15:54
Þórey sögð með réttarstöðu grunaðs manns Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, er sögð vera sú sem lak umdeildum minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 08:23
Reynir Traustason segir Gísla Frey lekamanninn DV biður Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, afsökunar. 20. júní 2014 12:28
Þórey í mál við DV Alvarleg ósannindi í umfjöllun DV varðandi hennar þátt í leka minnisblaðsins um hælisleitandann Tony Omos. 20. júní 2014 10:48
Stefán Eiríksson á Twitter: „Ekkert annað réði þeirri ákvörðun" Fráfarandi lögreglustjóri svarar frétt DV á Twitter-síðu sinni í dag. 29. júlí 2014 13:16