Mario Balotelli framherji Liverpool var ekki valinn í ítalska landsliðið fyrir landsleikjavikuna í næstu viku. Graziano Pellé framherji Southampton var aftur á móti valinn í hópinn í fyrsta sinn.
Balotelli var í banni þegar Ítalía mætti Noregi í fyrstu umferð undankeppni Evrópumeistaramótsins í Frakklandi 2016 og því ekki í fyrsta landsliðshópi Antonio Conte og Balotelli hefur ekki sýnt nóg til að vera valinn nú.
Balotelli hefur ekki náð sér á strik hjá Liverpool en á sama tíma hefur Pellé farið mikinn og skorað fimm mörk í átta leikjum hjá Southampton og er hinn 29 ára gamli fyrrum framherji Feyenoord valinn í landsliðið í fyrsta sinn.
Svona er landsliðshópu Ítalíu gegn Aserbaídsjan og Möltu 10. og 13. október.
Goalkeepers: Buffon (Juventus), Perin (Genoa), Sirigu (Paris Saint Germain)
Defenders: Bonucci (Juventus), Chiellini (Juventus), Darmian (Torino), De Sciglio (Milan), Ogbonna (Juventus), Pasqual (Fiorentina), Ranocchia (Inter), Rugani (Empoli),
Midfielders: Aquilani (Fiorentina), Bonaventura (Milan), Candreva (Lazio), Florenzi (Roma), Marchisio (Juventus), Parolo (Lazio), Poli (Milan), Thiago Motta (Paris Saint Germain), Verratti (Paris Saint Germain)
Strikers: Destro (Roma), Giovinco (Juventus), Immobile (Borussia Dortmund), Osvaldo (Inter), Pellè (Southampton), Zaza (Sassuolo)
Balotelli ekki valinn í ítalska landsliðið | Pellé valinn
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti


Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn


Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir
Íslenski boltinn
