Varhugavert að tengja VSK á bækur við lestrarkunnáttu Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2014 19:05 Menntamálaráðherra segir varhugavert að draga of miklar ályktanir af sambandi læsis og virðisaukaskatts á bækur. Grunnskólabörn hafi komið betur út úr PISA rannsókn þegar virðisaukaskattur á bækur var hærri en hann verði eftir hækkun hans samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Með þeim breytingum sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskatti hækkar lægra þrep skattsins úr 7 prósentum í 12 og þar með hækkar skattlagningin á bækur og tónlist. Þrýst hefur verið á stjórnvöld að undanskilja bækur frá hækkuninnni og jafnvel alveg frá álagningu virðisaukaskatts, enda slái það skökku við að skattleggja bækur á sama tíma og íslensk börn komi illa út í rannsóknum á læsi. „Ég hef heyrt þessa umræðu og hún er skiljanleg. Ég vil þó benda á að það er varhugavert að draga of miklar ályktanir um samband á milli læsis og virðisaukaskattskerfisins. Ef við skoðum t.d. niðurstöðuna árið 2000 þá er hún mun betri en hún var núna síðast. En þó var það svo að þá hafði verið 14 prósenta virðisaukaskattur síðustu sjö átta ár þar á undan. Megnið af þeirri skólagöngu sem þá var hjá börnunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þetta sé mun flóknara mál. Til að mynda verði að horfa til kennsluhátta, námsefnis, undirbúnings kennara og svo þátttöku foreldra. „Það er sjálfsagt auðvitað að ræða mögulegar afleiðingar þessa. En það er rétt að hafa í huga að fyrirhuguð hækkun á skattinum núna er þó upp í 12 prósent sem er lægra en það hlutfall sem var á þeim tíma sem ég nefndi hér áðan,“ segir menntamálaráðherra. Fræðibækur og barnabækur bæru í sumum löndum Evrópu engan virðisaukaskatt og því eðlilegt að fólk vildi ræða það án þess að hann hafi sjálfur lagt það til. Hann styðji fjárlagafrumvarpið. „Þetta er tillagan sem hefur komið fram og ég auðvitað bæði styð fjárlagafrumvarpið og líka tekjuöflunarfrumvarpið sem fjármálaráðherra hefur lagt fram,“ segir Illugi Gunnarsson. Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Menntamálaráðherra segir varhugavert að draga of miklar ályktanir af sambandi læsis og virðisaukaskatts á bækur. Grunnskólabörn hafi komið betur út úr PISA rannsókn þegar virðisaukaskattur á bækur var hærri en hann verði eftir hækkun hans samkvæmt fjárlagafrumvarpi. Með þeim breytingum sem ríkisstjórnin boðar í fjárlagafrumvarpinu á virðisaukaskatti hækkar lægra þrep skattsins úr 7 prósentum í 12 og þar með hækkar skattlagningin á bækur og tónlist. Þrýst hefur verið á stjórnvöld að undanskilja bækur frá hækkuninnni og jafnvel alveg frá álagningu virðisaukaskatts, enda slái það skökku við að skattleggja bækur á sama tíma og íslensk börn komi illa út í rannsóknum á læsi. „Ég hef heyrt þessa umræðu og hún er skiljanleg. Ég vil þó benda á að það er varhugavert að draga of miklar ályktanir um samband á milli læsis og virðisaukaskattskerfisins. Ef við skoðum t.d. niðurstöðuna árið 2000 þá er hún mun betri en hún var núna síðast. En þó var það svo að þá hafði verið 14 prósenta virðisaukaskattur síðustu sjö átta ár þar á undan. Megnið af þeirri skólagöngu sem þá var hjá börnunum,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þetta sé mun flóknara mál. Til að mynda verði að horfa til kennsluhátta, námsefnis, undirbúnings kennara og svo þátttöku foreldra. „Það er sjálfsagt auðvitað að ræða mögulegar afleiðingar þessa. En það er rétt að hafa í huga að fyrirhuguð hækkun á skattinum núna er þó upp í 12 prósent sem er lægra en það hlutfall sem var á þeim tíma sem ég nefndi hér áðan,“ segir menntamálaráðherra. Fræðibækur og barnabækur bæru í sumum löndum Evrópu engan virðisaukaskatt og því eðlilegt að fólk vildi ræða það án þess að hann hafi sjálfur lagt það til. Hann styðji fjárlagafrumvarpið. „Þetta er tillagan sem hefur komið fram og ég auðvitað bæði styð fjárlagafrumvarpið og líka tekjuöflunarfrumvarpið sem fjármálaráðherra hefur lagt fram,“ segir Illugi Gunnarsson.
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira