Veiddi 50 kg þorsk: "Þetta er bara eins og að vinna í Lottó“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 20:55 Fiskinn veiddi Eysteinn á föstudaginn. Eins og sjá má er hann gríðarlega langur. „Ég er búinn að vera á sjó í 16 ár og þetta er stærsti þorskur sem ég hef veitt. Það er ekki algengt að fá svona stóra,“ segir Eysteinn Örn Garðarsson, sem veiddi nærri 50 kílógramma þorsk á föstudaginn var. „Þetta er bara eins og að vinna í Lottó.“ Eysteinn starfar á bátnum Ágústi GK 95 sem gerir út frá Grindavík. Eysteinn segir það alltaf spennandi að fylgjast með rúllunni svokallaðri þegar fiskurinn kemur í bátinn. „Þegar þorskurinn snýr sér á hvolf þá sér maður hvítu hliðina. Þá sér maður hvort að það er stór eða lítill fiskur að koma upp. Ég sá í þessu tilviki að það var eitthvað stórt að koma upp þannig að ég var tilbúinn að gogga í hann og koma honum inn fyrir borðstokkinn. Það þurfti náttúrulega heljarinnar átak að ná honum inn, þetta er gríðarlega þungt.“ Sjómaðurinn káti er í skýjunum með fenginn en fiskurinn verður verkaður í fiskverkuninni Þorbjörn í Grindavík. Farið verður með hann eins og alla aðra fiska sem áhöfnin veiðir, hann verður ekkert uppstoppaður eða slíkt. „Bara settur á matardiskinn.“ Mikill heiður fylgir því að fá svo stóran fisk að sögn Eysteins. „Ég er rosalega stoltur. Þetta er búið að bjarga sjómannsferlinum. Ég hef fengið hákarl á línuna og lúðu en þessi stóri þorskur sló öll met.“ Norskur veiðimaður komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann veiddi þorsk sem mældist 41,5 kg. Mynd/Ágúst Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
„Ég er búinn að vera á sjó í 16 ár og þetta er stærsti þorskur sem ég hef veitt. Það er ekki algengt að fá svona stóra,“ segir Eysteinn Örn Garðarsson, sem veiddi nærri 50 kílógramma þorsk á föstudaginn var. „Þetta er bara eins og að vinna í Lottó.“ Eysteinn starfar á bátnum Ágústi GK 95 sem gerir út frá Grindavík. Eysteinn segir það alltaf spennandi að fylgjast með rúllunni svokallaðri þegar fiskurinn kemur í bátinn. „Þegar þorskurinn snýr sér á hvolf þá sér maður hvítu hliðina. Þá sér maður hvort að það er stór eða lítill fiskur að koma upp. Ég sá í þessu tilviki að það var eitthvað stórt að koma upp þannig að ég var tilbúinn að gogga í hann og koma honum inn fyrir borðstokkinn. Það þurfti náttúrulega heljarinnar átak að ná honum inn, þetta er gríðarlega þungt.“ Sjómaðurinn káti er í skýjunum með fenginn en fiskurinn verður verkaður í fiskverkuninni Þorbjörn í Grindavík. Farið verður með hann eins og alla aðra fiska sem áhöfnin veiðir, hann verður ekkert uppstoppaður eða slíkt. „Bara settur á matardiskinn.“ Mikill heiður fylgir því að fá svo stóran fisk að sögn Eysteins. „Ég er rosalega stoltur. Þetta er búið að bjarga sjómannsferlinum. Ég hef fengið hákarl á línuna og lúðu en þessi stóri þorskur sló öll met.“ Norskur veiðimaður komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hann veiddi þorsk sem mældist 41,5 kg. Mynd/Ágúst
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira