Gert að grafa upp hund sinn og fjarlægja leiðið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 22:39 Ármanni þótti vænt um hundinn sinn og útbjó lítið leiði eftir að dýrið varð fyrir bíl og dó. Mynd/Ármann Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira