Gert að grafa upp hund sinn og fjarlægja leiðið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. október 2014 22:39 Ármanni þótti vænt um hundinn sinn og útbjó lítið leiði eftir að dýrið varð fyrir bíl og dó. Mynd/Ármann Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ármann Örn Sigursteinsson, íbúi á Akureyri, lýsir yfir óánægju sinni með heilbrigðiseftirlit Norðurlands eftir að honum var sagt að grafa upp hundinn sinn og fjarlægja leiði hans, tveimur vikum eftir að hann gróf hann í jörð í garðinum hjá sér. „Hundurinn minn varð fyrir bíl fyrir tveimur vikum síðan, beint fyrir framan nefið á mér. Þetta var lítill chihuahua hundur sem ég hef átt í fjögur og hálft ár,“ útskýrir Ármann sem er barnlaus en segist hafa elskað hundinn eins og barnið sitt. Hann var skiljanlega í miklu áfalli eftir slysið og gróf hundinn í garðinum sínum. „Ég var svo sár og reiður, ég var ekkert að hugsa neitt.“ Daginn eftir gerði hann að leiðinu, útbjó og málaði lítinn kross með nafni hundsins, Prins, raðaði múrsteinum í kring og setti lítið kerti á leiðið. Tveimur vikum síðar var hringt í hann frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og honum tilkynnt að gangandi vegfarandi hefði hringt inn og látið vita af leiðinu í garðinum. „Ég varð strax pirraður, er nú ekkert vanur að æsa mig,“ útskýrir Ármann sem segist frekar vilja láta handtaka sig en snerta við leiði hundsins. „Hann fór að segja að þetta væri ólöglegt og eitthvað. Ég hef aldrei heyrt annað en að fólki sé frjálst að grafa dýrin sín í sínum eigin garði.“ Í símtalinu var honum sagt að hann yrði að grafa upp hundinn og grafa hann niður annars staðar. „Ég sagði bara gleymdu þessu.“ Ármann hefur ekki fengið neinar kvartanir frá nágrönnum sínum og segist eiga bágt með að skilja hver myndi taka sig til og tilkynna um lítið leiði í íbúðagarði einhvers ókunnugs. „Hver hringir í heilbrigðiseftirlitið og lætur vita af litlum krossi í garði?“ spyr hann. Ármann segir að ekki komi til greina að raska við jarðneskum leifum hundsins, hann hafi aldrei heyrt af umræddri löggjöf og leiðið sé ekki að trufla neinn.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira