Erlent

Katalónar einhuga um sjálfstæði

Vísir/AFP
Langflestir íbúar Katalóníu sem þátt tóku í kosningum um sjálfstæði héraðsins sem fram fóru í gær vilja slíta sig frá frá Spáni. Kosningin er ekki bindandi og raunar hafa yfirvöld í Madríd lýst hana ólögmæta.

Engu að síður mættu um tvær milljónir manna á kjörstað og áttatíu prósent þeirra kusu með sjálfstæði. Leiðtogi Katalóna, Artur Mas, segist ánægður með framkvæmdina og fullviss um að hún leiði til þess að Katalónar fái að kjósa um sjálfstæði í bindandi kosningum, innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×