Enski boltinn

Van Gaal: Samvinna miðju og sóknar ekki nógu góð

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Gaal ræðir við Ryan Giggs
Van Gaal ræðir við Ryan Giggs vísir/getty
Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United sagði að lið sitt hefði átt að fá vítaspyrnu í 1-1 jafnteflinu gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þó leikur liðsins hafi ekki verið nógu góður.

„Tilgangur leiksins er að skapa fleiri færi og skora fleiri mörk. Við sköpuðum ekki fleiri færi en við stjórnuðum leiknum í seinni hálfleik ennþá betur en gegn Swansea. Það er jákvætt en við þurfum að nýta það betur og skapa fleiri færi,“ sagði Louis van Gaal.

„Maður þarf að bera virðingu fyrir vinnusemi andstæðingsins. Við komum boltanum oft til Wayne Rooney og Robin van Persie  en við þurfum betri stuðnings frá miðjunni. Samvinnan var ekki nógu góð,“ sagði þjálfarinn sem vildi meina að Manchester United hefði átt að fá víti í leiknum.

„Eina ástæðan fyrir því að gefa víti er ef farið er í fætur leikmannanna. Það var farið í bæði Van Persie og (Ashley) Young. Young lyfti boltanum framhjá andstæðingnum og svo var farið í hann. Dómarinn getur dæmt víti en við þurfum ekki að eyða of miklu púðri í að tala um það. Við getum talað um hvernig við spiluðum boltanum og það var ekki nógu gott,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×