Tíu þúsund manns gætu smitast á viku Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. október 2014 07:00 Börn lesa dreifibréf um varnir gegn ebólu. fréttablaðið/AP Innan tveggja mánaða gæti farið svo að tíu þúsund ný ebólusmit greinist í viku hverri, en til þessa hefur tíðnin verið í um þúsund tilfellum á viku. Þetta segir Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO. Hann skýrði jafnframt frá því að dánartíðni þeirra sem smitast mælist nú um 70 prósent, en til þessa hefur WHO metið það svo að dánartíðnin sé um eða innan við 50 prósent. Á blaðamannafundi í Genf sagði Aylward að verði heilbrigðisráðstafanir í Afríku ekki hertar til muna og meira fé lagt í viðbrögð gegn sjúkdómnum, þá muni það kosta mörg mannslíf. Jafnvel þótt faraldurinn haldist í svipuðum tölum og til þessa, þá muni heilbrigðisstarfsfólk í Afríkuríkjunum eiga í mestu vandræðum með að sinna þeim sem veikjast. Alls hefur ebólufaraldurinn kostað 4.447 manns lífið á þessu ári, en alls hafa 8.914 manns smitast samkvæmt nýjustu tölum frá WHO. Nánast allir eru þeir íbúar í ríkjum vestanverðrar Afríku, flestir í Sierra Leone, Gíneu og Líberíu. Aylward segir ekki miklar líkur á því að faraldurinn breiðist svo nokkru nemi út um heimsbyggðina alla: „Ég býst ekki við að þessi veira sé að fara neitt. Það er fylgst með öllum sem fara og veikt fólk verður ekkert á ferðinni.“ Hann segir mikið álag vera á heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir í Afríkuríkjunum, sem engan veginn hafa bolmagn til þess að takast á við vandann. Áherslan sé því fyrst og fremst á það að veita veikum meðferð. „Það væri hræðilega siðlaust að segja að við ætlum bara að einangra fólk,“ segir hann, og tekur fram að helsta forgangsmálið nú sé að útdeila varnarbúnaði til almennings og koma upp einföldum heilsugæslustöðvum, þar sem hægt sé að veita lágmarksmeðferð. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til Vesturlanda, þar sem sjúkrahús bjóða upp á mun fullkomnari meðferð. Sumir þeirra hafa náð sér, en tveir heilbrigðisstarfsmenn þar hafa smitast - annar á Spáni en hinn í Bandaríkjunum. Spænska hjúkrunarkonan Teresa Romero er sögð þungt haldin, en þó hafinn henni skánað eilítið á ný. Grannt er fylgst með fimmtán manns, sem hún hafði umgengist eftir að hafa smitast. Enginn þeirra hafi þó sýnt nein einkenni ebólusmits. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Innan tveggja mánaða gæti farið svo að tíu þúsund ný ebólusmit greinist í viku hverri, en til þessa hefur tíðnin verið í um þúsund tilfellum á viku. Þetta segir Bruce Aylward, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO. Hann skýrði jafnframt frá því að dánartíðni þeirra sem smitast mælist nú um 70 prósent, en til þessa hefur WHO metið það svo að dánartíðnin sé um eða innan við 50 prósent. Á blaðamannafundi í Genf sagði Aylward að verði heilbrigðisráðstafanir í Afríku ekki hertar til muna og meira fé lagt í viðbrögð gegn sjúkdómnum, þá muni það kosta mörg mannslíf. Jafnvel þótt faraldurinn haldist í svipuðum tölum og til þessa, þá muni heilbrigðisstarfsfólk í Afríkuríkjunum eiga í mestu vandræðum með að sinna þeim sem veikjast. Alls hefur ebólufaraldurinn kostað 4.447 manns lífið á þessu ári, en alls hafa 8.914 manns smitast samkvæmt nýjustu tölum frá WHO. Nánast allir eru þeir íbúar í ríkjum vestanverðrar Afríku, flestir í Sierra Leone, Gíneu og Líberíu. Aylward segir ekki miklar líkur á því að faraldurinn breiðist svo nokkru nemi út um heimsbyggðina alla: „Ég býst ekki við að þessi veira sé að fara neitt. Það er fylgst með öllum sem fara og veikt fólk verður ekkert á ferðinni.“ Hann segir mikið álag vera á heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir í Afríkuríkjunum, sem engan veginn hafa bolmagn til þess að takast á við vandann. Áherslan sé því fyrst og fremst á það að veita veikum meðferð. „Það væri hræðilega siðlaust að segja að við ætlum bara að einangra fólk,“ segir hann, og tekur fram að helsta forgangsmálið nú sé að útdeila varnarbúnaði til almennings og koma upp einföldum heilsugæslustöðvum, þar sem hægt sé að veita lágmarksmeðferð. Nokkrir sjúklingar hafa verið fluttir til Vesturlanda, þar sem sjúkrahús bjóða upp á mun fullkomnari meðferð. Sumir þeirra hafa náð sér, en tveir heilbrigðisstarfsmenn þar hafa smitast - annar á Spáni en hinn í Bandaríkjunum. Spænska hjúkrunarkonan Teresa Romero er sögð þungt haldin, en þó hafinn henni skánað eilítið á ný. Grannt er fylgst með fimmtán manns, sem hún hafði umgengist eftir að hafa smitast. Enginn þeirra hafi þó sýnt nein einkenni ebólusmits.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira