Erlent

Pútín á lóð á Álandseyjum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Rússlandsforseti. Rússar eignuðust allar eigur Þjóðverja í Finnlandi eftir seinni heimsstyrjöldina.
Rússlandsforseti. Rússar eignuðust allar eigur Þjóðverja í Finnlandi eftir seinni heimsstyrjöldina. NORDICPHOTOS/AFP
Þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Jarðamælinga ríkisins í Finnlandi hélt ræðu fyrir gamla hermenn síðastliðinn mánudag var eins og hann hefði varpað sprengju, að því er segir í frétt á vef finnska blaðsins Hufvudstadsbladet. Framkvæmdastjórinn greindi nefnilega frá því að Pútín Rússlandsforseti ætti 1,7 hektara land með aðgangi að sjó í Saltvik á Álandseyjum í Eystrasalti, sem eru sjálfsstjórnarsvæði undir finnskum yfirráðum.

Greint er frá því að samkvæmt friðarsamkomulagi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hafi Rússar fengið allar eigur Þjóðverja í Finnlandi en jörðin, sem var 10 hektarar, var í eigu þýsks pars.

Árið 2010 kom rússneski ræðismaðurinn til jarðamælingaskrifstofunnar á Álandseyjum og vildi skipta jörðinni, sem tilheyrði utanríkisráðuneyti Rússlands, í tvennt þannig að 1,7 hektari yrði eign forsetaembættisins, það er í raun forseta Rússlands, en þá var Medvedev forseti. Nú er það Pútín sem hefur aðgang að jörðinni sem enginn býr á. Þeir einu sem hafa verið á jörðinni eru starfsmenn rússnesku ræðismannsskrifstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×