Kynna Ísland sem ákjósanlegan áfangastað allan ársins hring Stefán Árni Pálsson skrifar 15. október 2014 10:59 mynd/aðsend Nýr áfangi vetrarherferðar markaðsverkefnisins Ísland – allt árið er í dag formlega kynntur en verkefnið hófst með birtingu á nýju myndbandi á vef Youtube. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Gerð myndbandsins hefur þegar vakið mikla athygli en 100 þúsund aðdáendur Íslands settu saman ferðaáætlun fyrir einn heppinn ferðamann sem valinn úr hópi um 4500 umsækjenda síðastliðinn vetur. Ferðamaðurinn heppni er Jennifer Asmundson, matreiðslumeistari frá Bandaríkjunum, en hún er af íslensku bergi brotin. Afi Jennifer fluttist ungur til Ameríku og hafði sagt henni sögur af landi og þjóð þegar hún var barn. Þetta var hennar fyrsta ferð til Íslands. „Þetta er ótrúlegt tækifæri,“ sagði Jennifer við komuna til landsins. „Afi minn var Íslendingur. Hann dó þegar ég var ung, áður en hann gat kennt mér neitt um tungumálið, eða íslenskar matarhefðir. Ég er mjög spennt að fræðast um Ísland, og læra um jarðhita og íslenskar matarvenjur og uppgötva leyndarmál Íslands frá fyrstu hendi.“ Myndbandið nefnist á ensku „The Ultimate Secret Tour“ og lýsir ferðalagi Jennifer um Ísland og þeim leyndardómum sem hún uppgötvaði hérlendis.mynd/aðsendMyndbandið er hluti af „Share the Secret“ herferð Ísland – allt árið sem upprunalega var sett af stað haustið 2013 undir formerkjum Inspired by Iceland. Herferðin byggir á því að nýta staðbundna þekkingu Íslendinga og hið glögga auga erlendra gesta til að benda á að Ísland búi yfir fjölda ýmis konar ævintýra um land allt til viðbótar við þau sem þegar eru hvað þekktust, og hafa ef til vill ekki enn komist á kortið hjá erlendum ferðamönnum. Jennifer hóf ferðalagið í mars síðastliðnum og fór hún þá víða um landið, allt frá Seyðisfirði til Snæfellsness. Í myndinni upplifa áhorfendur sterkt hvað Ísland að vetri til hefur mikið af óvæntum og spennandi áfangastöðum upp á að bjóða fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn. Mikilvægt að jafna árstíðarbundnar sveiflur Á ferðalaginu fékk Jennifer að upplifa ýmis ævintýri sem rúmlega 100.000 fararstjórar á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland völdu fyrir hana. Má þar nefna hellaskoðun, jeppaferðir, listasöfn, sundlaugar, vélsleðaferðir á jöklum, sjósund, og mikilfengna fossa sem voru meðal viðfangsefna sem Jennifer fékk að upplifa, auk þess sem hún fékk að njóta íslenskrar matargerðar, sem henni sem matreiðslumeistara þótti með eindæmum góð. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda áfram að skapa tækifæri til að draga úr þeirri árstíðarsveiflu sem hefur einkennt íslenska ferðaþjónustu, og nýta þannig innviði og mannauð með jafnari hætti yfir árið en nú er gert“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. „Markaðsstarf okkar gengur út á það að kynna Ísland á erlendum mörkuðum sem ákjósanlegan áfangastað allan ársins hring með sérstakri áherslu á vetrartímann. Þannig styðjum við best við þá atvinnugrein sem aflar hvað mestra tekna fyrir þjóðarbúið.“ Hægt er að deila myndbandinu nú þegar og merkja myndir á samfélagsmiðlum með merkinu #IcelandSecret Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Nýr áfangi vetrarherferðar markaðsverkefnisins Ísland – allt árið er í dag formlega kynntur en verkefnið hófst með birtingu á nýju myndbandi á vef Youtube. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu. Gerð myndbandsins hefur þegar vakið mikla athygli en 100 þúsund aðdáendur Íslands settu saman ferðaáætlun fyrir einn heppinn ferðamann sem valinn úr hópi um 4500 umsækjenda síðastliðinn vetur. Ferðamaðurinn heppni er Jennifer Asmundson, matreiðslumeistari frá Bandaríkjunum, en hún er af íslensku bergi brotin. Afi Jennifer fluttist ungur til Ameríku og hafði sagt henni sögur af landi og þjóð þegar hún var barn. Þetta var hennar fyrsta ferð til Íslands. „Þetta er ótrúlegt tækifæri,“ sagði Jennifer við komuna til landsins. „Afi minn var Íslendingur. Hann dó þegar ég var ung, áður en hann gat kennt mér neitt um tungumálið, eða íslenskar matarhefðir. Ég er mjög spennt að fræðast um Ísland, og læra um jarðhita og íslenskar matarvenjur og uppgötva leyndarmál Íslands frá fyrstu hendi.“ Myndbandið nefnist á ensku „The Ultimate Secret Tour“ og lýsir ferðalagi Jennifer um Ísland og þeim leyndardómum sem hún uppgötvaði hérlendis.mynd/aðsendMyndbandið er hluti af „Share the Secret“ herferð Ísland – allt árið sem upprunalega var sett af stað haustið 2013 undir formerkjum Inspired by Iceland. Herferðin byggir á því að nýta staðbundna þekkingu Íslendinga og hið glögga auga erlendra gesta til að benda á að Ísland búi yfir fjölda ýmis konar ævintýra um land allt til viðbótar við þau sem þegar eru hvað þekktust, og hafa ef til vill ekki enn komist á kortið hjá erlendum ferðamönnum. Jennifer hóf ferðalagið í mars síðastliðnum og fór hún þá víða um landið, allt frá Seyðisfirði til Snæfellsness. Í myndinni upplifa áhorfendur sterkt hvað Ísland að vetri til hefur mikið af óvæntum og spennandi áfangastöðum upp á að bjóða fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn. Mikilvægt að jafna árstíðarbundnar sveiflur Á ferðalaginu fékk Jennifer að upplifa ýmis ævintýri sem rúmlega 100.000 fararstjórar á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland völdu fyrir hana. Má þar nefna hellaskoðun, jeppaferðir, listasöfn, sundlaugar, vélsleðaferðir á jöklum, sjósund, og mikilfengna fossa sem voru meðal viðfangsefna sem Jennifer fékk að upplifa, auk þess sem hún fékk að njóta íslenskrar matargerðar, sem henni sem matreiðslumeistara þótti með eindæmum góð. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda áfram að skapa tækifæri til að draga úr þeirri árstíðarsveiflu sem hefur einkennt íslenska ferðaþjónustu, og nýta þannig innviði og mannauð með jafnari hætti yfir árið en nú er gert“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. „Markaðsstarf okkar gengur út á það að kynna Ísland á erlendum mörkuðum sem ákjósanlegan áfangastað allan ársins hring með sérstakri áherslu á vetrartímann. Þannig styðjum við best við þá atvinnugrein sem aflar hvað mestra tekna fyrir þjóðarbúið.“ Hægt er að deila myndbandinu nú þegar og merkja myndir á samfélagsmiðlum með merkinu #IcelandSecret
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira