Innlent

Sr. Jón Dalbú lætur af störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Dalbú hefur þjónað sem prestur og sóknarprestur í Hallgrímskirkju í 17 ár.
Jón Dalbú hefur þjónað sem prestur og sóknarprestur í Hallgrímskirkju í 17 ár. Vísir/GVA
Eftir 40 ára þjónustu í þjóðkirkjunni kveður sr. Jón Dalbú söfnuð sinn í Hallgrímskirkju á sunnudaginn klukkan 11. Þar hefur hann þjónað sem prestur og sóknarprestur í 17 ár, ásamt því að hafa verið prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í 20 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hallgrímskirkju.

Jón var kallaður til þjónustu af hinu kristilega stúdentafélagi og kristilegum skólasatökum sem skólaprestur og hefur verið sóknarprestur í Laugarneskirkju og Hallgrímskirkju. Ennfremur hefur hann þjónað íslenskum söfnuðum erlendis og verið sendiráðsprestur í Svíþjóð og Noregi, en hann stofnaði söfnuðinn í Gautaborg 1994.

Sr. Jón á farsælan og fjölbreyttan feril að baki. Hann hefur jafnan verið hugmyndaríkur og mikill frumkvöðull  í safnaðarstarfi, m.a. upphafsmaður kyrrðarstunda í hádegi hér í  borginni og komið á messuþjónahópum í messuhaldi kirknanna. Hann hefur verið vinsæll prestur sakir ljúfmennsku sinnar og samkenndar, atkvæðamikill og trúheitur predikari og um leið afar ráðhollur og góður prófastur segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×