Mario Balotelli hefur staðfest að hann muni ekki fara frá AC Milan fyrir HM í Brasilíu í sumar.
Balotelli sneri aftur til Ítalíu fyrir ári síðan eftir að hafa verið á mála hjá Manchester City. Eftir ágæta byrjun hefur hann átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabilsins og var jafnvel sagður á leið frá félaginu.
Umboðsmaður hans neitaði þessu á dögunum og Balotelli hefur sjálfur sagt að hann muni klára tímabilið með AC Milan. Félagið hefur einnig neitað því að Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, hafi ákveðið að setja Balotelli á sölulista.
„Það er 101 prósent klárt að hann fari ekki í janúar,“ sagði framkvæmdarstjórinn Adriano Galliani.
„Ég verð mæta vel undirbúinn til leiks á HM en fyrst og fremst algjörlega afslappaður,“ sagði Balotelli við ítalska fjölmiðla.
Balotelli segir einnig að hann hafi ekki í hyggju að slíta sambandi sínu við kærustuna Fanny Neguescha. „Hún hefur góð áhrif á mig. Hún getur verið ströng og krefjandi en mér líður vel með henni og get slakað vel á í hennar nærveru,“ sagði Balotelli.

