Fótbolti

Mancini rekinn frá Galatasaray

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Roberto Mancini og Didier Drogba á blaðamannafundi fyrir leik Galatasaray gegn Chelsea í Meistaradeildinni.
Roberto Mancini og Didier Drogba á blaðamannafundi fyrir leik Galatasaray gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Vísir/Getty
Roberto Mancini var leystur undan störfum sem knattspyrnustjóri Galatasaray í dag. Það var því um stutt stopp að ræða hjá Mancini í Tyrklandi en hann tók við liðinu 30. september síðastliðinn.

Undir stjórn Mancini vann Galatasaray tyrkneska bikarinn en missti af titlinum til erkifjendanna í Fenerbahçe.

Mancini á að baki farsælan þjálfaraferil. Hann vann deildina í Ítalíu með Inter og Englandi með Manchester City ásamt því að vinna minni titla með Fiorentina, Lazio, City og Galatasaray.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×