Bandaríkjamenn furða sig á byssusýki Íslendinga Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2014 15:14 Nemendur Guðmundar Ævars í afbrotafræði í byssufylkinu Michigan furða sig á þeim vilja yfirvalda að vilja vélbyssuvæða lögregluna. Fréttaflutningur og umræða um vélbyssuvæðingu lögreglunnar á Íslandi hefur vart farið fram hjá nokkrum manni, og hafa tíðindi af málinu ratað yfir Atlansála alla leið til Bandaríkjanna. Guðmundur Ævar Oddsson, lektor við félags- og mannfræðideild Norður Michigan-háskóla, kennir meðal afbrotafræði þar við skólann. Þar með telst Guðmundur Ævar staðsettur í einu allra mest „byssuelskandi“ fylki Bandaríkjanna og bendir á heimildarmyndina „Bowling for Columbine“ í því samhengi. „Nær öllum nemendum mínum í téðum afbrotafræðikúrsi (sem note bene flestir eru "criminal justice majors") finnst fréttir af frekari byssuvæðingu íslensku lögreglunnar fjarstæðukenndar í meira lagi. Sérstaklega fannst þeim tilhugsunin um MP5-árásarriffla við íslenskar aðstæður algerlega út úr kú,“ segir Guðmundur Ævar. Hann segir nemendur ekki geta með nokkrum hætti séð hvað það er við íslenskar aðstæður sem kallar á að almennir lögreglumenn þurfi að hafa slík árásarvopn tiltæk. „Tíðni alvarlegra ofbeldisglæpa á Íslandi er til að mynda afar lág í alþjóðlegum samanburði og tilvik sem kalla á mundun skotvopna eru afar fátíð. Eins og einn nemandinn orðaði það: „It seems like they skipped a lot of steps in their arms race.“ Nemendurnir voru ennfremur á einu máli um að fyrirhugaðar aðgerðir myndu líkast til ekki auka öryggi almennings eða lögreglumanna. Höfðu nemendurnir helst áhyggjur af misbeitingu téðra árásarriffla við erfiðar aðstæður og af slysaskotum (sem eru næsta óhjákvæmileg til lengri tíma litið).“ Guðmundur Ævar bendir á að hér sé um að ræða nemendur sem allflestum er afar annt um aðra grein bandarísku stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt borgara til að vopnaburðar. „Já, það er ekki öll vitleysan eins.“ Tengdar fréttir Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20 Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 „Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Fréttaflutningur og umræða um vélbyssuvæðingu lögreglunnar á Íslandi hefur vart farið fram hjá nokkrum manni, og hafa tíðindi af málinu ratað yfir Atlansála alla leið til Bandaríkjanna. Guðmundur Ævar Oddsson, lektor við félags- og mannfræðideild Norður Michigan-háskóla, kennir meðal afbrotafræði þar við skólann. Þar með telst Guðmundur Ævar staðsettur í einu allra mest „byssuelskandi“ fylki Bandaríkjanna og bendir á heimildarmyndina „Bowling for Columbine“ í því samhengi. „Nær öllum nemendum mínum í téðum afbrotafræðikúrsi (sem note bene flestir eru "criminal justice majors") finnst fréttir af frekari byssuvæðingu íslensku lögreglunnar fjarstæðukenndar í meira lagi. Sérstaklega fannst þeim tilhugsunin um MP5-árásarriffla við íslenskar aðstæður algerlega út úr kú,“ segir Guðmundur Ævar. Hann segir nemendur ekki geta með nokkrum hætti séð hvað það er við íslenskar aðstæður sem kallar á að almennir lögreglumenn þurfi að hafa slík árásarvopn tiltæk. „Tíðni alvarlegra ofbeldisglæpa á Íslandi er til að mynda afar lág í alþjóðlegum samanburði og tilvik sem kalla á mundun skotvopna eru afar fátíð. Eins og einn nemandinn orðaði það: „It seems like they skipped a lot of steps in their arms race.“ Nemendurnir voru ennfremur á einu máli um að fyrirhugaðar aðgerðir myndu líkast til ekki auka öryggi almennings eða lögreglumanna. Höfðu nemendurnir helst áhyggjur af misbeitingu téðra árásarriffla við erfiðar aðstæður og af slysaskotum (sem eru næsta óhjákvæmileg til lengri tíma litið).“ Guðmundur Ævar bendir á að hér sé um að ræða nemendur sem allflestum er afar annt um aðra grein bandarísku stjórnarskrárinnar, sem kveður á um rétt borgara til að vopnaburðar. „Já, það er ekki öll vitleysan eins.“
Tengdar fréttir Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20 Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32 Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10 Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07 Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00 MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00 „Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu. 22. október 2014 19:20
Aukið við vopnabúnað lögreglunnar Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu. 21. október 2014 09:32
Þetta er byssan sem lögreglan var að fá Sjáðu hvernig byssurnar sem lögreglan var að fá virka. 21. október 2014 20:10
Lögreglustjórar ákveða hvort hríðskotabyssur verði í lögreglubílum Jón F. Bjartmarz segir að viðbótarfjárveiting til lögreglu hafi verið notað til uppbyggingar en ekki til byssukaupa. Skammbyssur eru í sumum lögreglubílum á landsbyggðinni en ekki á höfuðborgarsvæðinu. 21. október 2014 19:07
Íslenska ríkið greiðir aðeins sendingarkostnaðinn af hríðskotabyssunum 150 Lögreglan hefur tekið 35 hríðskotabyssur í notkun á æfingasvæði lögreglunnar. 22. október 2014 07:00
MP5 sögð öruggari en skammbyssa Ekkert lögregluembættanna hefur enn farið fram á að fá MP5-hríðskotabyssur til afnota en yfirmaður lögreglunnar á Akureyri segir hríðskotabyssurnar öruggari en skammbyssur og því verði líklega farið fram á að fá þær. 23. október 2014 07:00
„Ég get ekki sagt um það hvort þessar MP5 byssur eru frá okkur“ "Landhelgisgæslan hefur verið vopnuð frá upphafi en að öðru leyti munum við ekki tjá okkur um fjölda, stærð eða tegundir vopna,“ segir Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. 22. október 2014 10:34