Strákarnir í íslenska karlalandsliðinu fá í kvöld kjörið tækifæri til að vera í fyrsta sinn með fullt hús eftir tvo leiki í undankeppni HM og EM. Ísland vann fyrsta leikinn í undankeppni EM 2016 á móti Tyrkjum og mætir Lettlandi í kvöld.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafði aðeins unnið fjórum sinnum sigur í fyrsta leik í undankeppni fyrir árið í ár og í öll fjögur skiptin hafði liðið þurft að sætta sig við tap í leik númer tvö.
Þetta er önnur undankeppni í röð sem íslenska liðið byrjar á sigri en fyrir tveimur árum tapaði liðið óvænt fyrir Kýpur í öðrum leik sínum.
Íslensku strákarnir ætla örugglega ekki að láta slíkt slys koma fyrir í Riga í kvöld en íslenska liðið er mun ofar en Lettland á Styrkleikalista FIFA.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þær undankeppnir íslenska karlalandsliðsins þar sem Ísland hefur verið með fullt hús eftir fyrsta leik.
Leikur tvö í undankeppni HM eða EM eftir sigur í fyrsta leik:
HM 1986
Fyrsti leikur: 1-0 sigur á Wales
Annar leikur: 0-3 tap fyrir Skotlandi
Dagar á milli leikja: 35
EM 1992
Fyrsti leikur: 2-0 sigur á Albaníu
Annar leikur: 1-2 tap fyrir Frakklandi
Dagar á milli leikja: 98
EM 2008
Fyrsti leikur: 3-0 sigur á Norður-Írlandi
Annar leikur: 0-2 tap fyrir Danmörku
Dagar á milli leikja: 4
HM 2014
Fyrsti leikur: 2-0 sigur á Noregi
Annar leikur: 0-1 tap fyrir Kýpur
Dagar á milli leikja: 4
EM 2016
Fyrsti leikur: 3-0 sigur á Tyrklandi
Annar leikur: Á móti Lettlandi í kvöld
Dagar á milli leikja: 31

