Erlent

Upprættu barnaníðshring með 27 þúsund áskrifendur

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að minnsta kosti 27 þúsund manns voru áskrifendur af vefsíðunni.
Að minnsta kosti 27 þúsund manns voru áskrifendur af vefsíðunni. vísir/getty
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa upprætt fjölmennan, alþjóðlegan barnaníðshring sem deildi myndskeiðum á internetinu af um 250 börnum. Er þetta sögn ein umfangsmesta aðgerð af þessu tagi sem ráðist hefur verið í.

Að minnsta kosti 27 þúsund manns voru áskrifendur af vefsíðu sem rekin var af fjórtán karlmönnum og voru börnin á myndskeiðinum á aldrinum þriggja til sautján ára. Eru þau frá 39 ríkjum Bandaríkjanna, Bretlandi, Kanada, Nýja Sjálandi, Ástralíu og Belgíu.

Meðal handteknu er Jonathan Johnson, 27 ára meintur höfuðpaur hringsins sem búsettur er í Louisiana-ríki, og á hann yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi verði hann sakfelldur. Þá hafa margir áskrifendanna verið ákærðir sérstaklega, að sögn BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×