Erlent

Fréttavélmenni greinir frá jarðskjálfta eftir aðeins þrjár mínútur

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Visir/Getty
Fréttamiðillinn LA Times afrekaði á dögunum að vera fyrsta fréttaveitan til að greina skriflega frá jarðskjálfta,  aðeins þremur mínútum eftir að hann átti sér stað. Greint er frá þessu á vef LA Times.

Það sem var óvenjulegt við fréttina var að hún var ekki skrifuð af manneskju, heldur af vélmenni.

Vélmennið var hannað af fréttamanninum og forritaranum Ken Schwenke en hann hannaði reiknirrit sem skrifar fréttina sjálfkrafa um leið jarðskjálfti á sér stað.

Fréttir skrifaðar af vélmennum eru að verða æ algengari víða um heim en ásamt því að tilkynna jarðskjálfta getur vélmennið einnig skrifað fréttatilkynningar um glæpi með hjálp annarskonar reiknirits.

Notkun vélmennisins er hugsuð sem tímasparnaður fyrir fréttamenn þegar um þá tegund frétta ræðir, sem eru þess eðlis að þær geta verið skrifaðar jafnskýrar af vélmennum og fólki, en mun fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×