Segir að konum stafi ekki meiri ógn af múslimum en öðrum hópum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2014 16:06 Margrét segir að tölfræðigreiningarnar sýni að „hugmyndin um að konum stafi einhver sérstök ógn af múslimum frekar en öðrum hópum sé ekki á rökum reist.“ Vísir/Getty Niðurstöður tölfræðigreiningar sem Margrét Valdimarsdóttir gerði sýna að engin fylgni er á milli tíðni alvarlega ofbeldisbrota gegn konum og þess hversu margir múslimar búa í landinu. Margrét er doktorsnemi í afbrotafræði við City University of New York og birtir greininguna á vefsvæði sínu. Margrét leggur út frá könnun MMR um það hversu margir Íslendingar eru á móti byggingu mosku. Margrét segir að andúð gegn múslimum sé ekki séríslenskt fyrirbæri og að hér líkt og annars staðar sé kynt undir ótta með því að vísa meðal annars til þess „að fjölgun múhameðstrúaðra innflytjenda muni leiða til skerðingar á kvenfrelsi og auka ofbeldi gegn konum.“ Margrét segir að þar sem hún hafi ekki fundið neina rannsókn sem kannaði „hvort hlutfall múslima í samfélagi hafi áhrif á ofbeldi gegn konum og stöðu þeirra“ hafi hún ákveðið að gera greiningu sjálf út frá tölfræðiupplýsingum frá nokkrum alþjóðastofnunum. Niðurstöður greiningarinnar eru um margt áhugaverðar og virðast hrekja þá mýtu að ofbeldi gegn konum aukist eftir því sem hlutfall múslima af heildarfjölda íbúa er hærra. Margrét segir þetta meðal annars um niðurstöðurnar: „Ég notaði mælinguna frá Sameinuðu þjóðunum og skoðaði sambandið á milli hlutfalls múslima innan þjóða og stöðu kvenna og fann veikt til miðlungs samband. Með öðrum orðum, í þeim löndum þar sem hátt hlutfall íbúa eru múslimar hefur staða kvenna tilhneigingu til að vera lök. Þetta samband hverfur þó þegar tekið er tillit til almennrar menntunar innan landsins, en almenn menntun hefur frekar sterk tengsl við jafnrétti kynjanna.“ Þá skoðaði Margrét einnig nokkur Evrópulönd með tilliti til hlutfalls múslima og stöðu kvenna og komst að því engin fylgni væri á milli þess, né hlutfalls múslima og alvarlegs ofbeldis gegn konum. Margrét segir á vefsvæði sínu að tölfræðigreiningarnar sýni „hugmyndin um að konum stafi einhver sérstök ógn af múslimum frekar en öðrum hópum sé ekki á rökum reist.“ Hún segir það hins vegar rétt að konur verði frekar fyrir ofbeldi í löndum þar sem ójafnrétti er á milli kynjanna. Það skipti þó ekki máli hvort að í löndunum búi margir kristnir, múslimar eða fólk sem hefur annars konar trú. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Niðurstöður tölfræðigreiningar sem Margrét Valdimarsdóttir gerði sýna að engin fylgni er á milli tíðni alvarlega ofbeldisbrota gegn konum og þess hversu margir múslimar búa í landinu. Margrét er doktorsnemi í afbrotafræði við City University of New York og birtir greininguna á vefsvæði sínu. Margrét leggur út frá könnun MMR um það hversu margir Íslendingar eru á móti byggingu mosku. Margrét segir að andúð gegn múslimum sé ekki séríslenskt fyrirbæri og að hér líkt og annars staðar sé kynt undir ótta með því að vísa meðal annars til þess „að fjölgun múhameðstrúaðra innflytjenda muni leiða til skerðingar á kvenfrelsi og auka ofbeldi gegn konum.“ Margrét segir að þar sem hún hafi ekki fundið neina rannsókn sem kannaði „hvort hlutfall múslima í samfélagi hafi áhrif á ofbeldi gegn konum og stöðu þeirra“ hafi hún ákveðið að gera greiningu sjálf út frá tölfræðiupplýsingum frá nokkrum alþjóðastofnunum. Niðurstöður greiningarinnar eru um margt áhugaverðar og virðast hrekja þá mýtu að ofbeldi gegn konum aukist eftir því sem hlutfall múslima af heildarfjölda íbúa er hærra. Margrét segir þetta meðal annars um niðurstöðurnar: „Ég notaði mælinguna frá Sameinuðu þjóðunum og skoðaði sambandið á milli hlutfalls múslima innan þjóða og stöðu kvenna og fann veikt til miðlungs samband. Með öðrum orðum, í þeim löndum þar sem hátt hlutfall íbúa eru múslimar hefur staða kvenna tilhneigingu til að vera lök. Þetta samband hverfur þó þegar tekið er tillit til almennrar menntunar innan landsins, en almenn menntun hefur frekar sterk tengsl við jafnrétti kynjanna.“ Þá skoðaði Margrét einnig nokkur Evrópulönd með tilliti til hlutfalls múslima og stöðu kvenna og komst að því engin fylgni væri á milli þess, né hlutfalls múslima og alvarlegs ofbeldis gegn konum. Margrét segir á vefsvæði sínu að tölfræðigreiningarnar sýni „hugmyndin um að konum stafi einhver sérstök ógn af múslimum frekar en öðrum hópum sé ekki á rökum reist.“ Hún segir það hins vegar rétt að konur verði frekar fyrir ofbeldi í löndum þar sem ójafnrétti er á milli kynjanna. Það skipti þó ekki máli hvort að í löndunum búi margir kristnir, múslimar eða fólk sem hefur annars konar trú.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira