Erlent

Trúðar valda usla í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Lögreglan í bænum Bakersfield í Kaliforníu fékk í síðustu viku fjölda tilkynninga að kvöldi til vegna trúða sem þóttu „óhugnarlegir“ og hafa verið að valda usla. Á laugardaginn var tilkynnt um trúð í bænum sem gekk um með byssu.

Lögregluþjónar leituðu trúðsins en fundu hann ekki.

„Við höfum fengið margar tilkynningar um trúða um allan bæ,“ segir Jason Matson hjá lögreglunni við Bakersfield Californian. „Þessi var farinn þegar við komum á vettvang.“

Síðastliðinn fimmtudag handtók lögreglan þó ungan mann sem hafði klætt sig upp sem trúð til að hræða yngri börn í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×