Fella varð niður flug til og frá Denver í gær: Flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 17. maí 2014 00:01 Flugmenn hjá Icelandair eru reiðir yfir lögum sem Alþingi setti og banna tímbundið verkfallsaðgerðir þeirra. Þeir hafna yfirvinnu þessa dagana. Fréttablaðið/GVA „Menn vilja ekki vinna yfirvinnu. Það er það eina sem mér dettur í hug. Menn eru ekki glaðir með þessi lög,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Alþingi setti lög í fyrradag sem banna tímabundið allar verkfallsaðgerðir flugmanna. Flugmenn eru reiðir yfir lögunum. Þeir telja að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum þeirra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að hverjum og einum sé það í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu eða ekki. Hann segir að hingað til hafi það ekki verið vandamál að manna þó einhver forfallist. „Við hljótum hins vegar að skoða málin upp á nýtt ef flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu,“ segir Björgólfur. Icelandair felldi í gær niður flug til Denver í Bandaríkjunum og flug frá Denver til Íslands fellur niður í dag. Icelandair segir að skortur á flugmönnum og flugstjórum hafi valdið því að fella varð flugið niður. Þá varð seinkun á flugi til og frá Glasgow í Skotlandi í gær og var vélaskortur talinn valda því. Samninganefndir flugmanna og Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboðið fyrir Icelandair hafa ekki verið boðaðar til fundar. Samkvæmt lögum sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hafa þeir frest til 1. júní til að ná samningum við Icelandair. Takist það ekki fer málið í gerðardóm sem á að fella úrskurð fyrir 1. júlí. Tengdar fréttir Fullkomið verkfall Tvær af hverjum þremur farþegaflugvélum sem fara frá Keflavík á degi hverjum tilheyra einu flugfélagi, Icelandair. Það er auðvitað mjög gott frá sjónarhorni þess flugfélags. Raunar hefur þetta hlutfall örugglega oft verið hærra. 16. maí 2014 07:00 Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Flugmenn eru reiðir yfir að verkfallsaðgerðir þeirra hafi verið bannaðar með lögum. 16. maí 2014 07:00 Býst við að flug verði með venjulegum hætti „Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. 16. maí 2014 09:25 Icelandair fellir niður flug til Denver Tvær flugferðir til og frá Denver hafa verið felldar niður þar sem flugmenn og flugstjóra vantar til að fljúga þessar leiðir. 16. maí 2014 16:44 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
„Menn vilja ekki vinna yfirvinnu. Það er það eina sem mér dettur í hug. Menn eru ekki glaðir með þessi lög,“ segir Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Alþingi setti lög í fyrradag sem banna tímabundið allar verkfallsaðgerðir flugmanna. Flugmenn eru reiðir yfir lögunum. Þeir telja að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum þeirra. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að hverjum og einum sé það í sjálfsvald sett hvort hann vinni yfirvinnu eða ekki. Hann segir að hingað til hafi það ekki verið vandamál að manna þó einhver forfallist. „Við hljótum hins vegar að skoða málin upp á nýtt ef flugmenn vilja ekki vinna yfirvinnu,“ segir Björgólfur. Icelandair felldi í gær niður flug til Denver í Bandaríkjunum og flug frá Denver til Íslands fellur niður í dag. Icelandair segir að skortur á flugmönnum og flugstjórum hafi valdið því að fella varð flugið niður. Þá varð seinkun á flugi til og frá Glasgow í Skotlandi í gær og var vélaskortur talinn valda því. Samninganefndir flugmanna og Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboðið fyrir Icelandair hafa ekki verið boðaðar til fundar. Samkvæmt lögum sem banna verkfallsaðgerðir flugmanna hafa þeir frest til 1. júní til að ná samningum við Icelandair. Takist það ekki fer málið í gerðardóm sem á að fella úrskurð fyrir 1. júlí.
Tengdar fréttir Fullkomið verkfall Tvær af hverjum þremur farþegaflugvélum sem fara frá Keflavík á degi hverjum tilheyra einu flugfélagi, Icelandair. Það er auðvitað mjög gott frá sjónarhorni þess flugfélags. Raunar hefur þetta hlutfall örugglega oft verið hærra. 16. maí 2014 07:00 Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Flugmenn eru reiðir yfir að verkfallsaðgerðir þeirra hafi verið bannaðar með lögum. 16. maí 2014 07:00 Býst við að flug verði með venjulegum hætti „Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. 16. maí 2014 09:25 Icelandair fellir niður flug til Denver Tvær flugferðir til og frá Denver hafa verið felldar niður þar sem flugmenn og flugstjóra vantar til að fljúga þessar leiðir. 16. maí 2014 16:44 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Fullkomið verkfall Tvær af hverjum þremur farþegaflugvélum sem fara frá Keflavík á degi hverjum tilheyra einu flugfélagi, Icelandair. Það er auðvitað mjög gott frá sjónarhorni þess flugfélags. Raunar hefur þetta hlutfall örugglega oft verið hærra. 16. maí 2014 07:00
Flugmenn Icelandair ekki viljugir til verka: Ekki hægt að neyða flugmenn í yfirvinnu Flugmenn eru reiðir yfir að verkfallsaðgerðir þeirra hafi verið bannaðar með lögum. 16. maí 2014 07:00
Býst við að flug verði með venjulegum hætti „Ég býst fastlega við því að flug verði með venjulegum hætti í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. 16. maí 2014 09:25
Icelandair fellir niður flug til Denver Tvær flugferðir til og frá Denver hafa verið felldar niður þar sem flugmenn og flugstjóra vantar til að fljúga þessar leiðir. 16. maí 2014 16:44