Innlent

Sveinn nýr formaður Rauða krossins

Sveinn Kristinsson var í dag kjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi.
Sveinn Kristinsson var í dag kjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi. mynd/rkí
Sveinn Kristinsson var kjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi á aðalfundi félagsins í dag. Er það í fyrsta sinn í sögu Rauða krossins á Íslandi sem kosið er um formann.

Sveinn tekur við af Önnu Stefánsdóttur en hún lætur af formennsku eftir sex ár í embætti. Samkvæmt lögum félagsins getur formaður ekki setið lengur en í átta ár.

„Ég þakka það traust sem mér er sýnt,“ er haft eftir Sveini í tilkynningu og segist hann taka við embættinu af af auðmýkt. „Ég mun vanda mig við að finna þær leiðir sem bestar eru til að bæta starf okkar og þar með líf þeirra sem nýta sér þjónustu okkar.“

Sveinn Kristinsson, sem er fyrrverandi kennari og skólastjóri, hefur verið formaður Rauða krossins á Akranesi í níu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×