Erlent

Kjúklingurinn frá helvíti var uppi á tímum T-Rex

Þriggja metra há risaeðla sem líktist fugli og var fiðruð að hluta hefur verið uppgötvuð af steingerfingafræðingum í Bandaríkjunum. Hluti úr nokkrum beinagrindum hefur fundist síðustu ár og nú segjast menn með vissu geta sagt að um áður-óuppgötvaða tegund sé að ræða.

Fræðiheiti dýrsins er Anzu Wyliei og var uppi á svipuðum tíma og hin fræga Tyrannosaurus Rex, eða fyrir um 66 milljónum ára.

Dýrið stóð upprétt, með kamb á hausnum og tannlausann gogg. Það hefur því verið kallað "kjúklingurinn frá helvíti".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×