Vann Grikkland á föstudegi og mættur að smíða á mánudegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 12:00 Fróði Benjaminsen mættur til starfa á mánudegi. mynd/skjáskot Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07
Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51
Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30