Fótbolti

Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var heldur betur stuð í Færeyjum í gær.
Það var heldur betur stuð í Færeyjum í gær. Vísir/AFP
Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0.

Leikurinn var einungis fjórði útileikurinn í 24 ára sögu Færeyja sem þeir vinna en hinir sigrarnir voru gegn Lúxemborg, Möltu og San Marinó.

Joan Simun Edmundsson skoraði sigurmarkið eftir klukkutíma leik eftir sendingu frá Brandi Olsen, en Brandur leikur með Kristjáni Flóka Finnbogasyni í unglingaliðum FCK.

Stemningin var ósvikin í klefanum eftir leikinn hjá frændum okkur Færeyjum enda magnaður sigur. Hér má sjá fögnuð þeirra eftir leikinn frá færeyska sjónvarpinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×