Erlent

„Herra Berlín“ lætur af embætti

Atli Ísleifsson skrifar
Klaus Wowereit (tin vinstri) og Micael Müller (til hægri).
Klaus Wowereit (tin vinstri) og Micael Müller (til hægri). Vísir/AFP
Klaus Wowereit lét af embætti í dag eftir rúmlega þrettán ára starf í stóli borgarstjóra Berlínarborgar. Wowereit, eða „Wowi“, hefur notið mikilla vinsælda sem borgarstjóri en síðustu ár hefur hann mikið verið gagnrýndur vegna byggingu nýs flugvallar í borginni.

Brandenborgar-flugvöllur átti upphaflega að opna árið 2012 en hefur miklar tafir hafa orðið og hefur hann enn ekki opnað. Wowereit tilkynnti í haust að hann hugðist segja af sér.

Wowereit er jafnaðarmaður og tók við embættinu árið 2001 og hefur átt þátt í að gefa borginni „fátæka en þokkafulla“ ímynd.

Á tímabili naut hann óhemju mikilla vinsælda og var talinn einna líklegastur til að taka við formannsembættinu í Jafnaðarmannaflokknum til að etja kappi við Angelu Merkel Þýskalandskanslara í landsmálunum. Ekkert varð þó því úr því.

Michael Müller, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og þróunarmála í Berlín, hefur nú tekið við embættinu af Wowereit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×