Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Bjarki Ármannsson skrifar 26. ágúst 2014 11:42 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis. Vísir/pjetur Umboðsmaður Alþingis mun taka samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefán Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til formlegrar athugunar. Tilkynnt var um þetta í dag samhliða því sem þriðja bréf Umboðsmanns til ráðherra varðandi þessi samskipti barst. Það er ekki nýtt að Umboðsmaður Alþingis hefji frumkvæðisathugun á starfi ráðherra eða starfsemi framkvæmdavaldsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það aftur á móti afar fátítt, ef ekki einsdæmi, að í slíkum aðstæðum vísi Umboðsmaður í annan málslið 12. greinar laga um Umboðsmann Alþingis, líkt og gert er í bréfinu sem birtist í dag. Í þeim lögum segir að ef Umboðsmaður Alþingis verði áskynja stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds getur hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra sérstaka skýrslu um málið. Sem kunnugt er óskaði Umboðsmaður upphaflega eftir upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán á meðan embætti hans hafði til rannsóknar meintan leka á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu. Ósk Umboðsmanns kom í kjölfar þess að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna afskipta ráðherra af rannsókninni. Hanna Birna hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi engum þrýstingi beitt lögreglustjóra. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis mun taka samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og Stefán Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til formlegrar athugunar. Tilkynnt var um þetta í dag samhliða því sem þriðja bréf Umboðsmanns til ráðherra varðandi þessi samskipti barst. Það er ekki nýtt að Umboðsmaður Alþingis hefji frumkvæðisathugun á starfi ráðherra eða starfsemi framkvæmdavaldsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það aftur á móti afar fátítt, ef ekki einsdæmi, að í slíkum aðstæðum vísi Umboðsmaður í annan málslið 12. greinar laga um Umboðsmann Alþingis, líkt og gert er í bréfinu sem birtist í dag. Í þeim lögum segir að ef Umboðsmaður Alþingis verði áskynja stórvægilegra mistaka eða afbrota stjórnvalds getur hann gefið Alþingi eða hlutaðeigandi ráðherra sérstaka skýrslu um málið. Sem kunnugt er óskaði Umboðsmaður upphaflega eftir upplýsingum frá ráðherra um samskipti hennar við Stefán á meðan embætti hans hafði til rannsóknar meintan leka á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu. Ósk Umboðsmanns kom í kjölfar þess að fullyrt var í frétt DV að Stefán hefði sagt upp störfum vegna afskipta ráðherra af rannsókninni. Hanna Birna hefur alla tíð haldið því fram að hún hafi engum þrýstingi beitt lögreglustjóra.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41