Erlent

Samtengdir tvíburar fæddust á Indlandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stúlkurnar voru teknar með keisaraskurði á miðvikudag.
Stúlkurnar voru teknar með keisaraskurði á miðvikudag.
Samtengdir tvíburar fæddust á miðvikudag í bænum Sonepat skammt frá Nýju-Delí á Indlandi. Tvíburarnir, tvær stúlkur, eru með tvö höfuð en sameiginlegan búk.

Þetta staðfestir forstjóri spítalans, þar sem stúlkurnar fæddust, í tölvupósti til ABC fréttastofunnar. Þar kemur fram að þær séu við góða heilsu en þær vega tæplega tíu merkur.

Móðirin vissi ekki að hún gengi með tvíbura vegna þess að hún býr við mikla fátækt og hafði ekki efni á því að fara í ómskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×