Segir óboðlegt að komast ekki á klósettið yfir sumartímann Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2014 12:14 Gert er ráð fyrir yfir hundrað sumarhúsum á svæðinu og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. Myndin er þó af öðru hverfi í Grímsnesinu. „Við sem erum með hús erum að borga heilmikið til hreppsins, þar á meðal vatnsskattinn. Ég hlýt að eiga rétt á því að fá það sem er borgað fyrir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, gjaldkeri stjórnar Kerhraunsins, félags sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi en hún er orðin langþreytt á vatnsskorti í sumarhúsi sínu sem staðsett er á Kerhraunssvæðinu. „Ég vil gjarnan sjá varanlega lausn, ekki einhverjar skítareddingar.“ Vandamálið segir hún hafa verið viðvarandi í um áratug en það lýsir sér þannig að þegar sumarhúsin í Grímsnesi fyllast af fólki fá húsin sem staðsett eru á efri hluta svæðisins ekkert vatn heilu og hálfu dagana. „Það er ekkert réttlæti í því að sumir fái vatn og aðrir ekki,“ segir Guðrún en hún hefur þurft að bregðast við vatnsleysinu á ýmsan hátt, til dæmis keyra úr höfuðborginni með vatn á kókflöskum. „Það er ekki boðlegt að vera þarna yfir sumartímann og komast ekki á klósettið,“ segir hún og viðurkennir að hún sé orðin ansi fúl yfir framtaksleysi sveitarstjórinnar, nú vilji hún fara að fá vatn. „Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur“ Stjórn Kerhraunsins hefur sent inn fjölmargar fyrirpsurnir til sveitarstjórnarinnar og krafist þess að bætt verði úr vandamálinu. „Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að þetta verði lagað en það kemur engin varanleg lausn.“ Guðrún heldur að vandamálið liggi í því að lagnirnar séu einfaldlega of grannar. Lausnin felist í því að skipta um lagnir en hana grunar að sveitastjórnin telji það einfaldlega of dýrt þar sem ekki er um íbúðahverfi að ræða. Hún bendir á að deiliskipulag á svæðinu geri ráð fyrir yfir hundrað húsum, nú séu þau um fimmtíu talsins en sífellt bætist í hópinn og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. „Ef gömlu hverfin eru ekki hönnuð í samræmi við það þá þarf bara að laga þetta.“ Ein lausn sveitarfélagsins var að auka þrýsting á lagnirnar en það dugir skammt að sögn Guðrúnar þar sem þá lendi húsin sem staðsett eru á neðri hluta svæðisins í vandræðum. „Það er ekki nóg að auka þrýstinginn því þá þurfa hin húsin að kaupa þrýstijafnara. Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur.“Málinu var vísað til tæknisviðs Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem Börkur Brynjarsson ræður ríkjum.Húsum bætt við en ekkert fjármagn fer í að laga lagnir „Ég hef ekkert bara setið með hendur í skauti,“ segir Börkur Brynjarsson, framkvæmda- og veitustjóri fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp en málinu var vísað til hans eftir síðasta sveitarstjórnarfund þann 15. október síðastliðinn. „Ég hef verið að reyna að bregðast við þessu í talsverðan tíma.“ Hann segir svæðið erfitt og að ný dæla hafi verið pöntuð. Spurður um hvernig ný dæla leysi vandamálið svarar Börkur því til að hún auki rennsli. Næsta skref sé þó að auka flutningsgetuna með því að setja nýjar lagnir. „Það hefur ekki verið fjármagn til að bæta lagnir,“ segir Börkur en hann viðurkennir að það sé ýmislegt vanhugsað þegar kemur að uppbyggingu sumarhúsahverfa. „Það hefur bara verið ákveðið að byggja sumarhúsahverfi og það á að tengjast þessari veitu. Svo hefur þetta verið tengt en aldrei lagt fjármagn í að bæta þessar lagnir.“ Börkur getur ekki sagt til um það hvenær nægt fjármagn verður fyrir hendi til að laga lagnirnar. „En þetta er eitt af því sem liggur hæst hjá mér í bunkanum.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Við sem erum með hús erum að borga heilmikið til hreppsins, þar á meðal vatnsskattinn. Ég hlýt að eiga rétt á því að fá það sem er borgað fyrir,“ segir Guðrún Njálsdóttir, gjaldkeri stjórnar Kerhraunsins, félags sumarhúsaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi en hún er orðin langþreytt á vatnsskorti í sumarhúsi sínu sem staðsett er á Kerhraunssvæðinu. „Ég vil gjarnan sjá varanlega lausn, ekki einhverjar skítareddingar.“ Vandamálið segir hún hafa verið viðvarandi í um áratug en það lýsir sér þannig að þegar sumarhúsin í Grímsnesi fyllast af fólki fá húsin sem staðsett eru á efri hluta svæðisins ekkert vatn heilu og hálfu dagana. „Það er ekkert réttlæti í því að sumir fái vatn og aðrir ekki,“ segir Guðrún en hún hefur þurft að bregðast við vatnsleysinu á ýmsan hátt, til dæmis keyra úr höfuðborginni með vatn á kókflöskum. „Það er ekki boðlegt að vera þarna yfir sumartímann og komast ekki á klósettið,“ segir hún og viðurkennir að hún sé orðin ansi fúl yfir framtaksleysi sveitarstjórinnar, nú vilji hún fara að fá vatn. „Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur“ Stjórn Kerhraunsins hefur sent inn fjölmargar fyrirpsurnir til sveitarstjórnarinnar og krafist þess að bætt verði úr vandamálinu. „Við höfum verið að berjast fyrir því í mörg ár að þetta verði lagað en það kemur engin varanleg lausn.“ Guðrún heldur að vandamálið liggi í því að lagnirnar séu einfaldlega of grannar. Lausnin felist í því að skipta um lagnir en hana grunar að sveitastjórnin telji það einfaldlega of dýrt þar sem ekki er um íbúðahverfi að ræða. Hún bendir á að deiliskipulag á svæðinu geri ráð fyrir yfir hundrað húsum, nú séu þau um fimmtíu talsins en sífellt bætist í hópinn og vandamálið mun því aðeins ágerast með tímanum. „Ef gömlu hverfin eru ekki hönnuð í samræmi við það þá þarf bara að laga þetta.“ Ein lausn sveitarfélagsins var að auka þrýsting á lagnirnar en það dugir skammt að sögn Guðrúnar þar sem þá lendi húsin sem staðsett eru á neðri hluta svæðisins í vandræðum. „Það er ekki nóg að auka þrýstinginn því þá þurfa hin húsin að kaupa þrýstijafnara. Það liggur við að kraninn hoppi af það er svo mikill þrýstingur.“Málinu var vísað til tæknisviðs Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem Börkur Brynjarsson ræður ríkjum.Húsum bætt við en ekkert fjármagn fer í að laga lagnir „Ég hef ekkert bara setið með hendur í skauti,“ segir Börkur Brynjarsson, framkvæmda- og veitustjóri fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp en málinu var vísað til hans eftir síðasta sveitarstjórnarfund þann 15. október síðastliðinn. „Ég hef verið að reyna að bregðast við þessu í talsverðan tíma.“ Hann segir svæðið erfitt og að ný dæla hafi verið pöntuð. Spurður um hvernig ný dæla leysi vandamálið svarar Börkur því til að hún auki rennsli. Næsta skref sé þó að auka flutningsgetuna með því að setja nýjar lagnir. „Það hefur ekki verið fjármagn til að bæta lagnir,“ segir Börkur en hann viðurkennir að það sé ýmislegt vanhugsað þegar kemur að uppbyggingu sumarhúsahverfa. „Það hefur bara verið ákveðið að byggja sumarhúsahverfi og það á að tengjast þessari veitu. Svo hefur þetta verið tengt en aldrei lagt fjármagn í að bæta þessar lagnir.“ Börkur getur ekki sagt til um það hvenær nægt fjármagn verður fyrir hendi til að laga lagnirnar. „En þetta er eitt af því sem liggur hæst hjá mér í bunkanum.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira