Verður Benzema án matar og drykkjar í hálfan sjötta tíma fyrir leik? Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2014 13:00 Karim Benzema verður í eldínunni með Frakklandi gegn Sviss í dag. vísir/getty Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira