Verður Benzema án matar og drykkjar í hálfan sjötta tíma fyrir leik? Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2014 13:00 Karim Benzema verður í eldínunni með Frakklandi gegn Sviss í dag. vísir/getty Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira