Verður Benzema án matar og drykkjar í hálfan sjötta tíma fyrir leik? Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2014 13:00 Karim Benzema verður í eldínunni með Frakklandi gegn Sviss í dag. vísir/getty Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
Í fyrsta skipti síðan 1986 stangast Ramadan á við heimsmeistarakeppnina í fótbolta, en eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig leikmenn á mótinu sem eru múslimatrúar ætli að bregðast við. Ramadan er níundi mánuðurinn er íslamska dagatalinu og í honum þurfa allir múslimar að fasta. Þeir hvorki borða né drekka frá sólarupprisu til sólarlags. Knattspyrnulandslið Alsír hefur fengið leyfi til að sniðganga föstuna, að því fram kemur í frétt Daily Mail, og verða leikmenn liðsins því í góðu standi fyrir leikinn gegn Þýskalandi í kvöld.Mesut Özil sinnir ekki föstunni á Ramadan.vísir/gettyMesut Özil, leikmaður Arsenal og Þýskalands, er líklega frægasti músliminn í þýska liðinu, en hann viðurkennir fúslega að hann sinni föstunni ekki sem skildi. „Vegna starfsins míns get ég ekki fylgt Ramadan almennilega. Ég get það bara í nokkra daga á hverju ári, þegar ég á frí. Á hinum dögunum er það ómögulegt því ég verð að borða mikið og drekka mikið til að halda mér í fomri,“ segir Özil. Leikmenn eins og bræðurnir Koló og YayaTouré eru múslimar og fasta þegar Ramadan ber upp. Þó þeir séu á fullu í ensku úrvalsdeildinni borða þeir hvorki né drekka frá dögun til sólarlags á meðan Ramadan stendur yfir. „Þetta er erfitt fyrstu dagana en svo venst líkaminn þessu,“ sagði Touré eitt sinn í viðtali. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu núna enda Fílabeinsströndin úr leik á HM.Alsíringar hafa fengið leyfi til að fasta ekki.vísir/gettySvo virðist sem stærsta nafnið sem verður án matar og drykkjar fyrir leik í dag sé Karim Benzema, framherji Fraklands. Hann er sagður staðfastur múslimi sem fastar ávallt á Ramadan. Sjálfur hefur Benzema ekki rætt um þetta á HM, en ef satt reynist þá borðar hann morgunmat, það sem múslimar kalla Suhur, um 7.00 að staðartíma í Brasilíuborg í dag. Hann verður svo án matar í hálfan sjötta tíma fram að leik liðsins gegn Nígeríu sem hefst klukkan 13.00 að staðartíma. Sólarupprisa er klukkan 7.22 í Brasilíuborg í dag og eftir það má Benzema hvorki borða né drekka. Það hjálpar honum, sem og öðrum múslimum stöddum í Brasilíu, að þar er vetur og sest sólin því snemma. Sólarlag er klukkan 17.36 í Brasilíuborg þannig Benzema getur hlaðið rafhlöðurnar tveimur og hálfum tíma eftir að leikurinn klárast.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira