Rútur í miðborginni: Öll spjót beinast að borgaryfirvöldum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2014 11:38 Lögreglan hefur vísað kvörtunum vegna langferðabifreiða í miðbænum til borgaryfirvalda og segir aðalvarðstjóri umferðardeildar málið liggja hjá borginni. „Þetta er í okkar huga ákveðið skipulagsvandamál,“ bætir hann við. Í síðustu viku fjallaði Vísir um rútuferðir í miðbænum í gær þar sem kom fram að fjölmargir íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað undan því að stórar rútur þræði þröng stræti í miðbænum. Dæmi eru um að rúturnar tefji umferð þegar þeim er lagt í einstefnugötum eða óbrotna línu. Rúturnar valdi þannig íbúum og öðrum sem eiga leið um miðborgina óþægindum. Framkvæmdastjóri rútufyrirtækis og meðlimur í Samtökum ferðaþjónustunnar gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að heimila byggingu hótela í miðbænum án þess að það sé haft í huga hvernig rútur eigi að koma farþegum þangað. Hann kallar eftir auknu samstarfi við borgaryfirvöld. Íbúi við Þórsgötu og meðlimur í hverfisráði miðborgar er langþreyttur á rútuferðum í miðbænum kallar eftir því að borgaryfirvöld beiti sér meira í þessum málum.Hér er verið að afferma rútu í miðborginni.Lögreglan fylgist með „Við fylgjumst með rútuferðum í miðbænum, við gefum þessu gætur, sérstaklega þar sem búið að er að setja bann við umferð stórra bíla,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar. Hann segir að lögreglu hafi borist kvartanir frá íbúum miðborgarinnar. „Okkur hafa borist kvartanir frá íbúum vegna rútuferða í miðbænum. Það er þó ekki alltaf þannig að rútunum sé lagt ólöglega. Lögreglan er meðvituð um málið og við vitum að þetta getur og hefur valdið vandkvæðum. Sérstaklega þegar verið er að keyra sérstaklega stóra hópferðabíla í miðborginni.“ Umferð langferðabíla í miðborginni hefur verið takmörkuð, en Guðbrandur segir að merkingum hafi verið ábótavant í fyrstu og því hafi lögregla ekki getað gert mikið í málinu. Til dæmis hafi verið kvartað yfir umferð um Þórsgötu, en þar hafi verið hægt að keyra hliðargötur og þannig komast hjá því að keyra um svæði sem bannað var að aka á. Guðbrandur segir að lögreglunni hafi borist myndir frá íbúum þar sem þeir telja rútubílstjóra hafa verið að fara á skjön við lögin. „Við höfum fengið myndir af rútum, þar sem fólk telur að þeim hafi verið lagt ólöglega. Það má stöðva rútur við hægri brún og hleypa farþegum í og úr þeim, en þær mega auðvitað ekki tefja eða trufla umferð.“ Borgaryfirvöldum hefur verið gert viðvart vegna kvartana. „Við höfum vísað tilkynningum til borgaryfirvalda. Þetta er auðvitað ákveðið vandamál. Við höfum vísað kvörtunum til Reykjavíkurborgar og þar er verið að skoða hvort eigi að banna umferð hópbíla enn meira, eða setja einhverjar skorður á umferð þeirra um miðborgina. Þetta eru skipulagsmál Reykjavíkurborgarborgar. Það er verið að skipuleggja hótel og einhvern veginn þarf að vera hægt að koma farþegum þangað og sækja farþega. Þetta er í okkar huga svolítið skipulagsvandamál.“Hér er rúta í Þórsgötunni.Heildarmyndin ekki nógu skýr Haraldur Teitsson er framkvæmdastjóri hópferðabifreiðafyrirtækisins Teitur Jónasson og er meðlimur í Samtökum Ferðaþjónustunnar (SAF). Hann segir að mikill vilji sé hjá rútufyrirtækjum og aðilum í ferðaþjónustunni að koma á skýrri heildarmynd um umferð langferðabifreiða í miðborginni. „Ég vil ekki hljóma neikvæður, en það virðist sem að heildarmyndin sé ekki nógu skýr. Það þarf að koma skýrara skipulagi á þessa hluti. Það hefur verið mikið rætt saman, þá borgaryfirvöld og SAF, en lítið hefur gerst. Menn hafa skoðað og pælt en lítið gerst.“ Haraldur segir að krafan sé ekki að fá að fara inn um allar götur. „Við erum ekki að krefjast þess að fara inn alls staðar. Við viljum að settir verði upp ákveðnir staðir þar sem hægt er að hleypa fólki úr án þess að það verði truflun. Það þurfa að vera ákveðnir staðir – svokallaðir „höbbar“ þar sem þarf að vera hægt að leggja og þar þarf að gera eitthvað fyrir rúturnar. Það hefur ekki gerst,“ segir hann og heldur áfram: „En það þarf líka að hafa í huga að það þarf að þjónusta hótelin. Við furðum okkur á að það er verið að byggja stór hótel en svo er eins og það sé ekki haft í huga hvernig það eigi að koma gestunum þangað. Staðirnir sem við leggjum á þurfa að vera í gögnufæri við hótelin.“ Hann nefnir sérstaklega Hverfisgötuna í því samhengi, hún henti vel til þess að þjónusta ferðamenn og bendir Haraldur á að þar keyri strætisvagnar um. „Það ætti að vera hægt með nokkuð greiðum hætti að setja þessa „höbba“ upp þar en allt kostar þetta auðvitað peninga.“ Hann telur að það eigi að hafa nánara samstarf við eigendur og stjórnir hótela sem hafi oft góðar hugmyndir um aðgengi að sínum hótelum. Hér er rúta við Hverfisgötu.Mynd/KSÍbúum finnst þetta mikill ágangur Kári Sömundarson býr við Þórsgötu og situr í hverfisráði miðborgar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir íbúa í miðbænum vera orðna þreytta á umferð langferðabifreiða um þröngar götur. „Við þekkjum það bara erlendis frá að rútur mega ekkert keyra hvar sem er í miðborgum, sérstaklega ekki þessar stóru rútur,“ segir hann og bætir við: „Aðferðin sem borgin vill móta, að ég best veit, er að koma upp ákveðnum stæðum þar sem rúturnar geta stoppað og hleypt farþegum í og úr. Það hafa verið margir samráshópar, mikið fundað en enn hefur lítið gerst. Þó að ég tilheyri einum stjórnmálaflokki vil ég ekki benda á einhvern annan, þetta á í raun við alla. Það hefur enginn kjark í sér að segja: „Svona á þetta að vera og annað er bannað.““ Kári hefur verið í samband við lögreglu og segist oft hafa rætt við rútubílstjóra sem hafi lagt þannig að umferð raskist. „Maður er orðinn leiðinlegi maðurinn á Þórsgötunni,“ segir hann og hlær. Hann segir þó að honum finnist mikilvægt að benda á þessa hluti. Hann segir að íslensku þjónustuaðilarnir vilji þjónusta sína viðskiptavini sem allra best. „En um leið eru þeir að ganga á rétt annarra.“Hér er önnur rúta í miðborginni. Tengdar fréttir Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. 4. september 2014 12:08 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Lögreglan hefur vísað kvörtunum vegna langferðabifreiða í miðbænum til borgaryfirvalda og segir aðalvarðstjóri umferðardeildar málið liggja hjá borginni. „Þetta er í okkar huga ákveðið skipulagsvandamál,“ bætir hann við. Í síðustu viku fjallaði Vísir um rútuferðir í miðbænum í gær þar sem kom fram að fjölmargir íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað undan því að stórar rútur þræði þröng stræti í miðbænum. Dæmi eru um að rúturnar tefji umferð þegar þeim er lagt í einstefnugötum eða óbrotna línu. Rúturnar valdi þannig íbúum og öðrum sem eiga leið um miðborgina óþægindum. Framkvæmdastjóri rútufyrirtækis og meðlimur í Samtökum ferðaþjónustunnar gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að heimila byggingu hótela í miðbænum án þess að það sé haft í huga hvernig rútur eigi að koma farþegum þangað. Hann kallar eftir auknu samstarfi við borgaryfirvöld. Íbúi við Þórsgötu og meðlimur í hverfisráði miðborgar er langþreyttur á rútuferðum í miðbænum kallar eftir því að borgaryfirvöld beiti sér meira í þessum málum.Hér er verið að afferma rútu í miðborginni.Lögreglan fylgist með „Við fylgjumst með rútuferðum í miðbænum, við gefum þessu gætur, sérstaklega þar sem búið að er að setja bann við umferð stórra bíla,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar. Hann segir að lögreglu hafi borist kvartanir frá íbúum miðborgarinnar. „Okkur hafa borist kvartanir frá íbúum vegna rútuferða í miðbænum. Það er þó ekki alltaf þannig að rútunum sé lagt ólöglega. Lögreglan er meðvituð um málið og við vitum að þetta getur og hefur valdið vandkvæðum. Sérstaklega þegar verið er að keyra sérstaklega stóra hópferðabíla í miðborginni.“ Umferð langferðabíla í miðborginni hefur verið takmörkuð, en Guðbrandur segir að merkingum hafi verið ábótavant í fyrstu og því hafi lögregla ekki getað gert mikið í málinu. Til dæmis hafi verið kvartað yfir umferð um Þórsgötu, en þar hafi verið hægt að keyra hliðargötur og þannig komast hjá því að keyra um svæði sem bannað var að aka á. Guðbrandur segir að lögreglunni hafi borist myndir frá íbúum þar sem þeir telja rútubílstjóra hafa verið að fara á skjön við lögin. „Við höfum fengið myndir af rútum, þar sem fólk telur að þeim hafi verið lagt ólöglega. Það má stöðva rútur við hægri brún og hleypa farþegum í og úr þeim, en þær mega auðvitað ekki tefja eða trufla umferð.“ Borgaryfirvöldum hefur verið gert viðvart vegna kvartana. „Við höfum vísað tilkynningum til borgaryfirvalda. Þetta er auðvitað ákveðið vandamál. Við höfum vísað kvörtunum til Reykjavíkurborgar og þar er verið að skoða hvort eigi að banna umferð hópbíla enn meira, eða setja einhverjar skorður á umferð þeirra um miðborgina. Þetta eru skipulagsmál Reykjavíkurborgarborgar. Það er verið að skipuleggja hótel og einhvern veginn þarf að vera hægt að koma farþegum þangað og sækja farþega. Þetta er í okkar huga svolítið skipulagsvandamál.“Hér er rúta í Þórsgötunni.Heildarmyndin ekki nógu skýr Haraldur Teitsson er framkvæmdastjóri hópferðabifreiðafyrirtækisins Teitur Jónasson og er meðlimur í Samtökum Ferðaþjónustunnar (SAF). Hann segir að mikill vilji sé hjá rútufyrirtækjum og aðilum í ferðaþjónustunni að koma á skýrri heildarmynd um umferð langferðabifreiða í miðborginni. „Ég vil ekki hljóma neikvæður, en það virðist sem að heildarmyndin sé ekki nógu skýr. Það þarf að koma skýrara skipulagi á þessa hluti. Það hefur verið mikið rætt saman, þá borgaryfirvöld og SAF, en lítið hefur gerst. Menn hafa skoðað og pælt en lítið gerst.“ Haraldur segir að krafan sé ekki að fá að fara inn um allar götur. „Við erum ekki að krefjast þess að fara inn alls staðar. Við viljum að settir verði upp ákveðnir staðir þar sem hægt er að hleypa fólki úr án þess að það verði truflun. Það þurfa að vera ákveðnir staðir – svokallaðir „höbbar“ þar sem þarf að vera hægt að leggja og þar þarf að gera eitthvað fyrir rúturnar. Það hefur ekki gerst,“ segir hann og heldur áfram: „En það þarf líka að hafa í huga að það þarf að þjónusta hótelin. Við furðum okkur á að það er verið að byggja stór hótel en svo er eins og það sé ekki haft í huga hvernig það eigi að koma gestunum þangað. Staðirnir sem við leggjum á þurfa að vera í gögnufæri við hótelin.“ Hann nefnir sérstaklega Hverfisgötuna í því samhengi, hún henti vel til þess að þjónusta ferðamenn og bendir Haraldur á að þar keyri strætisvagnar um. „Það ætti að vera hægt með nokkuð greiðum hætti að setja þessa „höbba“ upp þar en allt kostar þetta auðvitað peninga.“ Hann telur að það eigi að hafa nánara samstarf við eigendur og stjórnir hótela sem hafi oft góðar hugmyndir um aðgengi að sínum hótelum. Hér er rúta við Hverfisgötu.Mynd/KSÍbúum finnst þetta mikill ágangur Kári Sömundarson býr við Þórsgötu og situr í hverfisráði miðborgar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann segir íbúa í miðbænum vera orðna þreytta á umferð langferðabifreiða um þröngar götur. „Við þekkjum það bara erlendis frá að rútur mega ekkert keyra hvar sem er í miðborgum, sérstaklega ekki þessar stóru rútur,“ segir hann og bætir við: „Aðferðin sem borgin vill móta, að ég best veit, er að koma upp ákveðnum stæðum þar sem rúturnar geta stoppað og hleypt farþegum í og úr. Það hafa verið margir samráshópar, mikið fundað en enn hefur lítið gerst. Þó að ég tilheyri einum stjórnmálaflokki vil ég ekki benda á einhvern annan, þetta á í raun við alla. Það hefur enginn kjark í sér að segja: „Svona á þetta að vera og annað er bannað.““ Kári hefur verið í samband við lögreglu og segist oft hafa rætt við rútubílstjóra sem hafi lagt þannig að umferð raskist. „Maður er orðinn leiðinlegi maðurinn á Þórsgötunni,“ segir hann og hlær. Hann segir þó að honum finnist mikilvægt að benda á þessa hluti. Hann segir að íslensku þjónustuaðilarnir vilji þjónusta sína viðskiptavini sem allra best. „En um leið eru þeir að ganga á rétt annarra.“Hér er önnur rúta í miðborginni.
Tengdar fréttir Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. 4. september 2014 12:08 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Sjá meira
Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. 4. september 2014 12:08