Rútur stífla götur í miðborginni: Skiljanlegt að íbúum sé misboðið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. september 2014 12:08 Hér má sjá rútu á gatnamótum Hverfisgötu og Vitastígs. Erfitt er fyrir bílstjóra að komast framfyrir rútuna með löglegum hætti, því þarna er framúrakstur bannaður. Fjölmargir eru orðnir þreyttir á mikilli rútuumferð um þröng stræti í miðborginni. Dæmi eru um að rútubílstjórar stöðvi beint fyrir utan hótel í miðborginni og stöðvi umferð á meðan ferðamenn fara inn eða út úr rútunum. Borgaryfirvöld hafa reynt að bregðast við þessu. „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. „Það er fullkomlega skiljanlegt að íbúar í gömlum rótgrónum hverfum sé misboðið þegar hávaðasamar díselknúnar rútur leggja í þrengstu götur Reykjavíkur. Sjálfur hefur maður oft lent í langri röð á eftir rútu sem kannski er búið að leggja í Aðalstræti og oft sem maður verður of seinn á áfangastað vegna þess,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að langferðabifreiðum hafi fjölgað mikið á síðustu fimmtán árum. Stærri rútum fer sérstaklega fjölgandi.Hér er búið að leggja rútu á Hverfisgötu, við Klapparstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTilmæli liggja fyrirAð sögn Ólafs samgöngustjóra liggja tilmæli til rútufyrirtækja fyrir um hvert skuli beina rútuumferð í miðborginni. Hann segir borgaryfirvöld hafa verið í sambandi við Samtök Ferðaþjónustunnar um hvaða leiðir rútur eigi að fara í miðbænum.En er farið eftir þessum tilmælum?„Það er aftur á móti góð spurning. Þau liggja allavega fyrir og eru hugsuð til stuðnings. Málið er að það er búið að skipuleggja ferðamannabransann þannig að ferðamaðurinn er nánast keyrður alveg að hótelinu og hóteleigendur bera sig mjög illa ef aðgengi að þeirra hótelum er skert,“ svarar hann. Ólafur segist hafa heyrt af kvörtunum um að rútubílstjórar leggi fyrir utan hótel og teppi umferð. „Þeir eru misgóðir að fara eftir reglum eins og gengur og gerist annarsstaðar. Stundum er það þannig að bílstjórinn þarf kannski að fara inn á hótelið til að sækja ákveðna gesti,“ segir hann og heldur áfram: „Það er ekki kominn þessi kúltúr að ferðamann gangi svolítinn spotta til að fara á hótelið sitt.“Hér er búið að leggja rútu á Barónstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTiltekin stæði fyrir rúturÓlafur segir að Reykjavíkurborg hafi úthlutað ákveðin stæði og hugmyndin sé að með tímanum muni þær leggja þar og síðan geti ferðamenn gengið þaðan. „Við höfum til dæmis útveegað rútum stæði við Lækjargötu og leyft þeim að keyra inn aðalstræti. Við höfum verið að búa í haginn fyrir rútur svo þær geti stoppað á tilteknum stöðum og látið þá farþegana ganga eitthvað áleiðis að hótelunum.“ Jakob Frímann tekur undir með Ólafi: „Við viljum þjónusta ferðamenn og gera þeim kleift að komast í sínar ferðir. En það þarf að taka það mjög föstum tökum hvert ferðamönnum er beint og hvar þeir geta hoppað í og úr rútum.“ Jakob Frímann segir að rætt hafi verið við rútufyrirtæki um hugsanlega staði sem hægt sé að leggja rútum og beina ferðamönnum í strætisvagna eða hvetja þá til að ganga. „Það hefur verið rætt um Hlemm í því samhengi og svo annan stað nálægt gömlu mjólkurstöðinni, en þær hugmyndir eru allar á umræðustigi.“Hér er rúta í Skúlagötu.Mynd/ Þorgeir ÓlafssonStórum langferðabílum fjölgað Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að stórum langferðabifreiðum hafi fjölgað undanfarin fimmtán ár. „Fjöldi nýskráðra hópbifreiða síðustu 15 ár hefur verið mun meiri en afskráningar á sama tímabili. Almennar hópbifreiðar og strætisvagnar eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í skrám en rúmlega helmingur allra hópbifreiða frá árinu 1999 eru 9-22 sæta. Heildarfjöldi mögulegra farþegar (miðað við sætafjölda) hefur því aukist gríðarlega á þessu tímabili en ætla má að þar sé bæði um að ræða farþega strætó og almennra hópferðabíla. Tekið skal fram að þó talað sé um nýskráningar eru einhverjar þessara bifreiða fluttar notaðar til landsins.“ Jakob Frímann segir að hraður vöxtur ferðamennskunnar sé ástæðan fyrir þessum vandkvæðum sem íbúar miðborgarinnar og aðrir sem eiga þar leið um finni fyrir. „Þetta eru ákveðnir vaxtaverkir sem allir finna fyrir. Þetta er ný búgrein sem hefur vaxið á ógnarhraða. Við viljum ekki bægja frá okkur björginni og viljum bjóða ferðamenn velkomna. Við viljum því reyna að leysa þessi mál. Í því vinnur fjöldinn af hæfum sérfræðingum.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Fjölmargir eru orðnir þreyttir á mikilli rútuumferð um þröng stræti í miðborginni. Dæmi eru um að rútubílstjórar stöðvi beint fyrir utan hótel í miðborginni og stöðvi umferð á meðan ferðamenn fara inn eða út úr rútunum. Borgaryfirvöld hafa reynt að bregðast við þessu. „Við erum meðvituð um vandamálið,“ segir Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur. „Það er fullkomlega skiljanlegt að íbúar í gömlum rótgrónum hverfum sé misboðið þegar hávaðasamar díselknúnar rútur leggja í þrengstu götur Reykjavíkur. Sjálfur hefur maður oft lent í langri röð á eftir rútu sem kannski er búið að leggja í Aðalstræti og oft sem maður verður of seinn á áfangastað vegna þess,“ segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að langferðabifreiðum hafi fjölgað mikið á síðustu fimmtán árum. Stærri rútum fer sérstaklega fjölgandi.Hér er búið að leggja rútu á Hverfisgötu, við Klapparstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTilmæli liggja fyrirAð sögn Ólafs samgöngustjóra liggja tilmæli til rútufyrirtækja fyrir um hvert skuli beina rútuumferð í miðborginni. Hann segir borgaryfirvöld hafa verið í sambandi við Samtök Ferðaþjónustunnar um hvaða leiðir rútur eigi að fara í miðbænum.En er farið eftir þessum tilmælum?„Það er aftur á móti góð spurning. Þau liggja allavega fyrir og eru hugsuð til stuðnings. Málið er að það er búið að skipuleggja ferðamannabransann þannig að ferðamaðurinn er nánast keyrður alveg að hótelinu og hóteleigendur bera sig mjög illa ef aðgengi að þeirra hótelum er skert,“ svarar hann. Ólafur segist hafa heyrt af kvörtunum um að rútubílstjórar leggi fyrir utan hótel og teppi umferð. „Þeir eru misgóðir að fara eftir reglum eins og gengur og gerist annarsstaðar. Stundum er það þannig að bílstjórinn þarf kannski að fara inn á hótelið til að sækja ákveðna gesti,“ segir hann og heldur áfram: „Það er ekki kominn þessi kúltúr að ferðamann gangi svolítinn spotta til að fara á hótelið sitt.“Hér er búið að leggja rútu á Barónstíg.Mynd/Þorgeir ÓlafssonTiltekin stæði fyrir rúturÓlafur segir að Reykjavíkurborg hafi úthlutað ákveðin stæði og hugmyndin sé að með tímanum muni þær leggja þar og síðan geti ferðamenn gengið þaðan. „Við höfum til dæmis útveegað rútum stæði við Lækjargötu og leyft þeim að keyra inn aðalstræti. Við höfum verið að búa í haginn fyrir rútur svo þær geti stoppað á tilteknum stöðum og látið þá farþegana ganga eitthvað áleiðis að hótelunum.“ Jakob Frímann tekur undir með Ólafi: „Við viljum þjónusta ferðamenn og gera þeim kleift að komast í sínar ferðir. En það þarf að taka það mjög föstum tökum hvert ferðamönnum er beint og hvar þeir geta hoppað í og úr rútum.“ Jakob Frímann segir að rætt hafi verið við rútufyrirtæki um hugsanlega staði sem hægt sé að leggja rútum og beina ferðamönnum í strætisvagna eða hvetja þá til að ganga. „Það hefur verið rætt um Hlemm í því samhengi og svo annan stað nálægt gömlu mjólkurstöðinni, en þær hugmyndir eru allar á umræðustigi.“Hér er rúta í Skúlagötu.Mynd/ Þorgeir ÓlafssonStórum langferðabílum fjölgað Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að stórum langferðabifreiðum hafi fjölgað undanfarin fimmtán ár. „Fjöldi nýskráðra hópbifreiða síðustu 15 ár hefur verið mun meiri en afskráningar á sama tímabili. Almennar hópbifreiðar og strætisvagnar eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í skrám en rúmlega helmingur allra hópbifreiða frá árinu 1999 eru 9-22 sæta. Heildarfjöldi mögulegra farþegar (miðað við sætafjölda) hefur því aukist gríðarlega á þessu tímabili en ætla má að þar sé bæði um að ræða farþega strætó og almennra hópferðabíla. Tekið skal fram að þó talað sé um nýskráningar eru einhverjar þessara bifreiða fluttar notaðar til landsins.“ Jakob Frímann segir að hraður vöxtur ferðamennskunnar sé ástæðan fyrir þessum vandkvæðum sem íbúar miðborgarinnar og aðrir sem eiga þar leið um finni fyrir. „Þetta eru ákveðnir vaxtaverkir sem allir finna fyrir. Þetta er ný búgrein sem hefur vaxið á ógnarhraða. Við viljum ekki bægja frá okkur björginni og viljum bjóða ferðamenn velkomna. Við viljum því reyna að leysa þessi mál. Í því vinnur fjöldinn af hæfum sérfræðingum.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira