Erlent

Sendir heim með röng lyf

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í 49 tilfellum urðu afleiðingarnar banvænar eða alvarlegar þegar sjúklingar voru sendir heim með rangt lyf.
Í 49 tilfellum urðu afleiðingarnar banvænar eða alvarlegar þegar sjúklingar voru sendir heim með rangt lyf.
Fjórtándi hver sjúklingur í Danmörku sem fékk lyf með sér heim við útskrift af sjúkrahúsi árið 2012 fékk rangt lyf.

Í frétt á vef Politiken segir að í 108 tilfellum hafi röngum sjúklingi verið gefið lyfið, í 103 tilfellum hafi rangt lyf verið gefið en í 2.157 tilfellum var um að ræða rangan skammt, rangan tíma eða alls ekkert lyf.

Afleiðingar urðu í 49 tilfellum banvænar eða alvarlegar. Tveimur af hverjum þremur varð ekki meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×