Erlent

Vill að Norðmönnum verði refsað vegna verðhruns á þorski

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Norðmenn geta ekki lengur selt þorsk til Rússlands, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Framboðið í ESB-löndum hefur þess vegna aukist.
Norðmenn geta ekki lengur selt þorsk til Rússlands, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Framboðið í ESB-löndum hefur þess vegna aukist. Vísir/Stefán
Daninn Bendt Bendtsen, sem á sæti á Evrópuþinginu, þrýstir á framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, um að grípa til aðgerða gegn Norðmönnum. Danskir sjómenn segja að mikið magn af þorski frá Noregi á Evrópumarkaðinum þýði miklu lægra verð fyrir aðra, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins.

Bendtsen segir Norðmenn leggja háa tolla á vörur frá ESB. Þeir hafi auk þess haldið öðrum frá norskri landhelgi samtímis því sem þeir um sömdu um kvóta við ESB. Bendtsen vill að tollar verði lagðir á norskar vörur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×