Erlent

Vill fá háskólanám endurgreitt

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Á námskeiði í forritun var bæði skortur á tölvum og stólum.
Á námskeiði í forritun var bæði skortur á tölvum og stólum. Nordicphotos/Getty
Bandaríski háskólaneminn Connie Dickinson var ósátt við námið og aðstæður sem boðið var upp á í sænska háskólanum Mälardalens högskola í Svíþjóð og krafðist endurgreiðslu þeirra tæplega 200 þúsunda sænskra króna sem hún hafði greitt skólanum eða jafngildi nær 3,6 milljóna íslenskra króna.

Skólayfirvöld sögðu endurgreiðslu aðeins koma til greina ef nemi hefði ekki getað tekið þátt í kennslu, að því er greint er frá á fréttavef Dagens Nyheter. Dickinson hefur nú leitað aðstoðar lögfræðinga hjá Centrum för rättvisa, samtökum sem aðstoða einstaklinga í málaferlum gegn yfirvöldum, stéttarfélögum og vinnuveitendum.

Það sem styrkti Dickinson í þeirri ákvörðun að fara fram á endurgreiðslu var sú staðreynd að gæðaeftirlitið með sænskum háskólum hafði gagnrýnt námið.

Dickinson hafði farið til Svíþjóðar í meistaranám í stærðfræði þar sem námið þar er ódýrara en í Bandaríkjunum. Hún kveðst fljótt hafa orðið fyrir vonbrigðum og nefnir sem dæmi námskeið í tölvuforritun. Ekki hafi aðeins verið skortur á tölvum heldur einnig stólum fyrir alla nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×